19. fundur 04. maí 2016 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Brimslóð 10A Umsókn um breytta notkun.

1503014

Erindi frá Gísla Agli Hrafnssyni, umsókn um breytta notkun á húseigninni Brimslóð 10A á Blönduósi, svo megi þar reka gisti- og veitingahús. Í umsókn um rekstrarleyfi er sótt um 10 gistirými og 50 matargesti.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda uppfylli húseignin öll skilyrði viðkomandi laga og reglugerða varðandi fyrirhugaða starfsemi.

2.Lögmannsstofan ehf - erindi vegna lóðarleigusamnings

1604029

Erindi frá Lögmannsstofunni, Árni Pálsson hrl. Óskað er eftir að gefinn verði út nýr lóðarleigusamningur fyrir Hafnarbraut 2-4 vegna breytts eignarhalds.
Nefndin samþykkir að gefa út lóðarsamning til SAH afurða ehf vegna lóða að Hafnarbraut 2-4 og Húnabraut 37-39 í samræmi við bókun nefndarinnar frá 3. apríl 2013. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að ljúka lóðarsamningi vegna Ennisbrautar 1 í samræmi við fyrri bókun.

3.Smáhýsi á lóðinni Blöndubyggð 9 á Blönduósi

1510051

Erindi frá Æki ehf, Jónasi Skaftasyni, umsókn um stækkun lóðarinnar að Blöndubyggð 9 á Blönduósi.
Nefndin samþykkir eftirfarandi málsmeðferð við stækkun lóðarinnar:

1. Lóðin verði skilgreind og stækkuð allt að næstu lóð.

2. Skilgreindir verði byggingarreitir innan lóðarinnar og þeir ásamt tillögu að stækkun lóðarinnar verði grendarkynnt fyrir næstu nágrönnum á lóðum Blöndubyggðar 14 og 16.

3. Allur kostnaður við gerð gagna og kynningar verði greidd af lóðarhafa.

4. Ekki verði hafnar framkvæmdir á lóðinni fyrr en byggingarleyfi hefur verið gefið út.

4.Melabraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi

1604039

Erindi frá Jóni Inga Ellertssyni, umsókn um byggingarleyfi til að fella öll tré í garðinum.

Fá að brjóta niður stromp á húsinu. Áformað að sameina baðherbergi og þvottahús, taka niður milliveggi í eldhúsi. Settar verða hitalagnir í gólf í eldhúsi, stofu, forstofu og baðherbergi. Teikningar eru í vinnslu.
Nefndin heimlar að skorsteinn sé fjarlægður en óskar eftir að lögð verði fram gögn vegna framkvæmda við húsið og tekur jákvætt í málið. Varðandi umsókn um að fella öll tré hvetur nefndin lóðarhafa til að fá ráðgjöf um hvort ekki megi skilja einhver tré eftir þar sem gildi þeirra og hlutverk við myndun skjóls í hverfinu er mikið.

5.Samþykkt um umferðarskilti

1502012

Afgreiðslu frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Umræður urðu um reglurnar og var samþykkt að uppfæra gögnin og taka til afgreiðslu á næsta fundi. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu á umsóknum um skilti á meðan.

6.Umsókn um stöðuleyfi fyrir fjögur möstur í afrétti Blönduósbæjar

1605005

Erindi frá Önnu Margréti Jónsdóttur, Sölvabakka, umsókn um stöðuleyfi fyrir 4 möstur í afrétti Blönduósbæjar. Nánari staðsetning verður send inn síðar. Í vor tökum við hjónin þátt í tilraunaverkefni sem felst í því að settar verða hálsólar á hluta ánna hjá okkur í þeim tilgangi að hægt verði að fylgjast með hvar þær ganga. Ólarnar eru með sendum sem senda merki í möstrin og þaðan inn á netið.

Möstrin eru ekki mjög stór og verða staðsett ofarlega í hlíðum Laxárdals og Tröllabotna. Bora þarf fyrir festingum og stögum.

Nánari gögn um stærð mastranna og staðsetning á korti kemur vonandi fyrir næsta fund nefndarinnar.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til eins árs frá 15. maí 2016 fyrir 4 staðsetningarmöstrum. Nánari staðsetning skal ákveðin í samráði við byggingarfulltrúa.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 9

1604004F

Byggingarfulltrúi kynnti afgreiðslur fundarins.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 10

1604008F

Byggingarfulltrúi kynnti afgreiðslurnar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?