Dagskrá
1.Aðalgata 10 - Umsókn um byggingarleyfi
1604004
Erindi frá Bjarna Pálssyni, umsókn um byggingarleyfi til gagngerra breytinga á neðri hæð hússins. Umsókninni fylgir afsökunarbeiðni vegna þeirra framkvæmda sem þegar eru gerðar og aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikningar nr. 100 og 101 í verki nr.2012-025 dags.28.03.2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
2.Urðarbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi
1604005
Erindi frá Magnúsi Ólafssyni, umsókn um byggingarleyfi til að skipta um glugga, loka búrglugga, setja gólfhita í húsið ásamt breytingum innanhúss.
Umsókninni fylgir óáritaður aðaluppdráttur gerður af Þorgils Magnússyni byggingartæknifræðingi, teikning nr.2015-0101, dags.05.04.2016.
Umsókninni fylgir óáritaður aðaluppdráttur gerður af Þorgils Magnússyni byggingartæknifræðingi, teikning nr.2015-0101, dags.05.04.2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
3.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.
1510002
Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2022 vegna skotæfingasvæðis.
Nefndin samþykkir skipulagslýsinguna og að senda hana umsagnaraðilum, kynna á heimasíðu Blönduósbæjar og auglýsa í fjölmiðlum í samræmi við skipulagslög 123/2010.
4.Samþykkt um umferðarskilti
1502012
Ákvörðun um staðsetningu á stöðvunarskyldu ofl.
Nefndin samþykkir að ræða umferðarmál nánar á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 18:15.