12. fundur 07. október 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson formaður
  • Brynja Birgisdóttir aðalmaður
  • Jakob Jónsson aðalmaður
  • Guðmundur Sigurjónsson aðalmaður
  • Erla Ísafold Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Jóhannsson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason F.h. formanns
Dagskrá

1.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.

1510002

Á 30. fundi byggðarráðs Blönduósbæjar sem haldinn var 15. júlí sl. var erindi frá Skotfélaginu Markviss afgreitt á eftirfarandi hátt: Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi byggðaráðs þann 2. júní sl. en stjórn Skotfélagsins Markviss óskar eftir að sveitarstjórn geri breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins, í þá veru að gert verði ráð fyrir æfinga og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss á núverandi stað (austan flugvallar), og þannig tryggja að aðstaða félagsins verði þar til frambúðar og hægt verði að ráðast í gerð riffilbrautar. Á fundi sínum þann 2. júní fól byggðaráð byggingafulltrúa að meta hvort sú breyting á skipulagi sem óskað er eftir standist lög og reglur og meti þann kostnað sem að breytingunni hlýst. Í minnisblaði byggingafulltrúa kemur fram að ekki verði séð að neitt banni þessa staðsetningu og að kostnaður við aðalskipulags-og deiliskipulagsbreytingu sé áætlað allt að 1.600.000 auk vsk. Byggðaráð kynnti sér starfsemi og aðstöðu hjá Skotfélaginu Ósmann í Skagafirði þar sem Eyjólfur Þórarinsson, varamaður í stjórn Ósmann, tók á móti byggðaráði og kynnti starfsemina og alla aðstöðu skotfélagsins. Byggðaráð samþykkir erindi Skotveiðifélagsins Markviss og felur byggingarfulltrúa að vinna málið frekar.
Nefndin samþykkir að kynna sér skotfélagssvæði Ósmann í Skagafirði og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

2.Norðurá bs. - Umsókn um byggingarleyfi - Vélaskemma

1509011

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 300 m2 vélaskemmu á lóð úr landi Sölvabakka, landnr. 219375. Byggingin er í samræmi við nýsamþykkt deiliskipulag af lóðinni. Erindið er lagt fram til kynningar.
Byggingarfulltrúi kynnti byggingaráformin og fór yfir afgreiðslu málsins.

3.Norðurlandsvegur 4, endurbætur og viðbygging - Umsókn um stækkun á byggingarreit ofl.

1510001

Sótt er um stækkun á byggingarreit vegna fyrirhugaðara viðbyggingar við norðausturhluta hússins, breytt útlit og breytta notkun. Umsókninni fylgja skýringaruppdrættir gerðir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi. Númer uppdrátta er A-100 til A-103 í verki nr. 724040, dagsettir í október 2015. Á reitinn kemur létt viðbygging,um 130 m2 iðnaðarhús undir þjónustu við vinnuvélar. Húsið verður úr límtré á steyptum grunni, klætt Yl-einingum.
Valgarður Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins vegna tengsla við umsækjenda. Nefndin samþykkir stækkun byggingarreits samkvæmt meðfylgjandi gögnum og breytt útlit þar með talið niðurrif á útbyggingu á suðurhlið hússins með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynna skal framkvæmdina fyrir lóðarhöfum að Norðurlandsvegi 3 og 3b.

4.Mýrarbraut 3 - Umsókn um byggingarleyfi

1509001

Sótt er um byggingarleyfi til að skipta um glugga með breyttri staðsetningu gluggapósta.

Aðaluppdráttur gerður af Þorgils Magnússyni byggingartæknifræðingi, á ábyrgð Atla G. Arnórssonar verkfræðings fylgir umsókninni. Uppdráttur nr. 1502-01-101, dagsettur 08. 09. 2015. Stærð hússins breytist ekki.
Nefndin samþykkir breytt útlit á gluggum.

5.Húnabraut 21 - Lóðarblað

1510018

Sótt er um breytingu á lóðarstærð úr 1000 m2 í 2185 m2 lóð samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði dags 7. október 2015, unnið af Stoð ehf.
Nefndin samþykkir breytta lóðarstærð.

6.Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar

1507005

Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd Blönduósbæjar veitti umhverfisviðurkenningar á Húnavöku í júlí sl.
Samþykkt var að veita Ola Aadnegard og Stínu Gísladóttur að Mýrarbraut 10 viðkenningu fyrir fegursta garðinn og Vilkó ehf viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og umhirðu á lóð fyrirtækisins við Ægisbraut 1.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5

1509002F

Fundargerðin er lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 3

1507004F

Fundargerðin er lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 4

1508009F

Fundargerðin er lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?