Dagskrá
1.Skipulagsfulltrúi
2203016
Bogi Magnusen Kristinsson nýr skipulagsfulltrúi er mættur á fundinn. Farið er yfir nýtt embætti í skipulags og byggingarmálum þar sem Bogi verður skipulagsfulltrúi og Þorgils Magnússon verður áfram byggingarfulltrúi. Aðstoðarmenn eru Elísa Ýr Sverrisdóttir og Guðrún Blöndal. Þorgils og Guðrún verða með aðsetur á Blönduósi og Bogi og Elísa á Hvammstanga.
Umræður um Skipulags- og byggingarmál.
2.Brimslóð 10c Umsókn um byggingarleyfi
2203015
Erindi frá Brimslóð ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að stækka og breyta húsnæðinu að Brimslóð 10C. Í húsnæðinu verður kaffihús/bistro með veitingareldhúsi og afgreiðslu ásamt salernum. Stækkunin er um 40m2 að stærð. Meðfylgjandi gögn eru fyrirspurnarteikningar unnar af Magnúsi Frey hjá Stoð verkfræðistofu dags 15.mars 2022.
ZAL vék af fundi undir þessum lið. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Brimslóð 10b, 12 og 14, Aðalgata 6 og 8 og gamla kirkjan.
3.Norðurlandsvegur 3 og 3b Umsókn um sameiningu lóða og breytingar á lóð
2112002
Umsókn frá Festi. Umsókn um að breytingar á lóðarskipulagi á lóðunum að Norðurlandsvegi 3 og 3b.
Lóðirnar verða sameinaðar skv. ákvörðun nefndarinnar 13. desember 2021. Um er að ræða að lóðinn verði skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð og beri heitið Norðurlandsvegur 3. Áform um lóðina eftir breytingu er að auka þjónustu við akandi vegfarendur, stækka aðstöðu fyrir bíla þ.m.t. stóra bíla sem eiga leið um Þjóðveg 1. Bílastæðum er fjölgað, bæði fyrir hefðbundnar bifreiðar og stærri bíla. Komið er fyrir 170m2 byggingarreit norðan við núverandi þjónustubyggingu sem tengjast mun núverandi húsnæði. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af G. Oddi Víðissyni arkitekt ásamt minnisblaði.
Lóðirnar verða sameinaðar skv. ákvörðun nefndarinnar 13. desember 2021. Um er að ræða að lóðinn verði skilgreind sem viðskipta og þjónustulóð og beri heitið Norðurlandsvegur 3. Áform um lóðina eftir breytingu er að auka þjónustu við akandi vegfarendur, stækka aðstöðu fyrir bíla þ.m.t. stóra bíla sem eiga leið um Þjóðveg 1. Bílastæðum er fjölgað, bæði fyrir hefðbundnar bifreiðar og stærri bíla. Komið er fyrir 170m2 byggingarreit norðan við núverandi þjónustubyggingu sem tengjast mun núverandi húsnæði. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af G. Oddi Víðissyni arkitekt ásamt minnisblaði.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna erindið fyrir hagsmunaaðilum skv. 2 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Hagsmunaaðilar eru Norðurlandsvegur 2 og 4 ásamt Melabraut 1-25.
Fundi slitið - kl. 17:20.