72. fundur 08. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson Ritari
Dagskrá

1.Miðholt- Lóðaryfirlit

2104001

Skipulagsfulltrúi leggur fram lóðaryfirlit vegna lóða á Miðholti.
Nefndin samþykkir lóðaryfirlitið og felur skipulagsfulltrúa að útbúa lóðarblöð til samræmis við það.
Nefndin leggur til að gatan verði nefnd Miðholt.

2.Miðholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi

2104009

Erindi frá Skemman Vatneyri ehf., umsókn um byggingarleyfi fyrir 1.739 m2 húsnæðis að Miðholti 1. Húsið verður límtréshús klætt með samlokueiningum á steyptum sökkli. Húsið skiptist upp í 11 mis stórar einingar. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður hjá H.S.Á teiknistofu af Haraldi S. Árnasyni. dags. 15.03.2021.
Húsið er á deiliskipulögðu svæði. Byggingaráformin eru samþykkt.

3.Ægisbraut 4 - Umsókn um breytingu á lóð

2104002

Erindi frá SAH afurðum ehf. og Ámundakinn ehf. þar sem sótt er um að skipta lóð Ægisbrautar 4 upp í tvær lóðir og taka hluta af lóð Húnabrautar 33 og sameina nýrri lóð. Ný lóð verður um 1.900 m2 að flatarmáli. Á nýrri lóð er ætlunin að byggja iðnaðarhús til matvæla-og heilsuvöruvinnslu.
Umrætt svæði er iðnaðarsvæði I1 skv. aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Á svæðinu er gert ráð fyrir matvælaiðnaði þar sem svigrúm er fyrir breytingar á núverandi húsnæðum og nýbyggingum sem falla að nýtingu svæðisins.
Nefndin telur að nýbygging undir þessa starfsemi styrki svæði og bæti götumynd þess. Lagt er til að ný lóð fái nafnið Ægisbraut 2.
Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá lóðarbreytingunum.
Nefndin vísar þessum lóðarbreytingum til byggðarráðs til staðfestingar.

4.Ægisbraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi

2104003

Erindi frá Ámundakinn ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 1. áfanga iðnaðarhúsnæðis að Ægisbraut 2. Um er að ræða 340fm byggingu. Meðfylgjandi eru teikningar dags 4.apríl 2021 gerðar hjá Verkís Hf. af Magnúsi Ingvarssyni.
Vísað er í 3ja lið þessa fundar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir lóðunum að Ægisbraut 3 og 6. Eigendur Ægisbrautar 4 og Húnabrautar 29 og 33 eru málsaðilar. Blönduósbær er eigandi að Ægisbraut 1.

5.Húnabraut 11 - Umsókn um að skipta fasteign

2104004

Erindi frá Ásdísi Ýr Arnardóttur, umsókn um að skipta fasteign að Húnabraut 11 upp í tvær fasteignir. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar af Guðbjarti Á. Ólafssyni. dags. 22.03.2021.
Samþykkt er að skipta fasteigninni upp í tvær fasteignir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu.

6.Brekkubyggð 14 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2104008

Erindi frá Ríkiseignum. Umsókn um tilkynnta framkvæmd, að klæða íbúarhúsið að Brekkubyggð 14 að utan með álklæðningu. Einum glugga verður bætt við sem snýr í vestur. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar hjá Verkís Hf. af Magnúsi Ingvarssyni. dag. 3.mars 2021.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

7.Landskipti vegna nýs Þverárfjallsvegar

2104006

Skipulagsfulltrúi óskar eftir heimild til að taka landspildur út úr jörðum sem nýr Þverárfjallsvegur liggur um skv. aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Um er að ræða það land sem fellur undir veginn. Gögn sem þarf að skila fyrir hverja landeign er uppdráttur frá Vegagerðinni og samþykki landeiganda hverrar jarðar fyrir sig.
Nefndin samþykkir að veita skipulagsfulltrúa þessa heimild.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?