Dagskrá
1.Blönduósbær - Skógrækt
2011023
Erindi sem vísað var frá byggðarráði til nefndarinnar er varðar skógrækt í landi Blönduósbæjar.
Páll Ingþór Kristinsson, formaður Skógræktarfélags A-Hún sat fundin undir þessum lið. Rætt var um svæði sem henta til skógræktar og m.a. horft til lands í Enni. Nefndin er jákvæð fyrir þessum áformum og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að verkefninu.
2.Sunnubraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi - Bílskúr
2102017
Erindi frá Valdimari Guðmannssyni eiganda Sunnubrautar 4 um byggingarleyfi til þess að byggja bílskúr á áður byggðan sökkul. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar af Jóni Guðmundssyni arkitekt, dags. 12.02.2021
Húsbyggingin fellur að skipulagi svæðisins og samþykkir nefndin byggingaráformin.
3.Skúlabraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi
2006013
Erindi frá Jóhönnu Magnúsdóttur eiganda Skúlabrautar 4. Umsókn um byggingarleyfi til þess að byggja bílskúr. Meðfylgjandi er teikningar gerðar af Stefáni Árnasyni byggingatæknifræðingi, dags. 14.02.2021
Byggingaráformin eru samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu. Þar sem byggingin fellur ekki að skipulagi svæðisins verður framkvæmdin grenndarkynnt til eftirfarandi aðila: Smárabraut 3 og 5 en Blönduósbær er eigandi af Skúlabraut 6-8.
4.Bæjartún íbúðafélag hses. - Umsókn um lóðina Hnjúkabyggð 29
2103002
Erindi frá Bæjartúni íbúðafélag hses. sem sækir um lóðina Hnjúkabyggð 29 til byggingar 15 til 20 íbúða fjölbýlishúss á 2-3 hæðum.
Umrædd lóð er á deiliskipulögðu svæði við Hnjúkabyggð sem er skv. skipulagi ætluð fyrir allt að fimm hæða fjölbýlishús fyrir 20 íbúðir. Lóðin er tilbúin til úthlutunar. Lóðarúthlutuninni er vísað til afgreiðslu byggðaráðs.
5.Mýrarbraut 14 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd - Sólstofa
2103004
Erindi frá Valgarði Hilmarssyni eiganda Mýrarbrautar 14 um byggingu sólskála. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar hjá Stoð ehf. af Magnúsi Frey Gíslasyni, arkitekt dags. 21.01.2021
Byggingaráformin eru samþykkt enda liggi fyrir samþykki eigenda að Mýrarbraut 16.
6.Breyting á deiliskipulagi í Stekkjarvík
2008006
Skipulagsstofnun hefur farið yfir tillöguna að breytingu á deiliskipulaginu í Stekkjarvík. Bréf lagt fram og uppfærð tillaga að deiliskipulagsbreytingunni dagsett 2. mars 2021.
Nefndin fór yfir athugasemdir frá Skipulagsstofnun sem snúa helst að frágangi á svæði sem heimilt er að nota til landmótunar og að hafa gildandi skilmála núverandi deiliskipulags um fokvarnir inni í greinargerðinni. Greinargerðin hefur verið uppfærð með tilliti til athugasemda og skipulagsfulltrúa falið að afgreiða skipulagið skv. 42 grein skipulagslaga.
Fundi slitið - kl. 17:15.