69. fundur 11. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, fundarritari
Dagskrá

1.Lækjardalur - Umsókn um niðurrif húss

2101004

Erindi frá Angelu Berthold eiganda Lækjardals (145414) er varðar niðurrif hluta fjósbyggingar en hluti hennar fauk síðastliðinn vetur.
Nefndin samþykkir niðurrifin.

2.Landskipulagsstefna- Umsögn

2101001

Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lögð er fyrir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi Landskipulagsstefnu. Nefndin tekur undir umsögn Sambandsins. Gæta þarf að því að auka ekki enn frekar á flækjustig og kostnað við gerð skipulags sveitarfélaga.

3.Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar.

2005005

Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna legu Þverárfjallsvegar, nýrra efnistökusvæða og sorpförgunarsvæðis. Tillagan hefur verið auglýst og frestur til athugasemda og umsagna er liðinn.
Umsögn barst frá eftirfarandi aðilum sem ekki gerðu athugasemdir, Húnavatnshrepp, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafirði, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Í umsögn Vegagerðarinnar komu athugasemdir um legu reiðleiðar og að að Þverárfjallsvegur sé að hluta innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins. Lagt er til að reiðleiðir verða samræmdar á kortum og þéttbýlismörkin verða færð þannig að þau nái að Þverárfjallsvegi í stað þess að ná yfir hann. Nefndin telur að það sé fyrir bestu að þéttbýlið sé fyrir utan veginn og mun það ekki hafa áhrif á byggð eða byggðarþróun næstu áratugina. Ekki er fyrirhuguð byggð á þessu svæði eða nálægt því í gildandi aðalskipulagi. Blönduósbær er landeigandi að umræddu landi.
Minjastofnun gerir athugasemd vegna minja innan áhrifasvæðis vegarins og ljóst að það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir til verndar eða rannsóknir á fleiri en einum minjastað. Sveitarfélagið bætir við skipulagið að framkvæmdaraðilar þurfi að vinna verkið í fullu samráði við Minjastofnun. Aðrar athugasemdir bárust ekki.
Nefnin samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra og afgreiða skipulagið skv. 32 grein skipulagslaga.

4.Breyting á deiliskipulagi í Stekkjarvík

2008006

Breyting á deiliskipulagi, Stekkjarvík, Urðun og efnistaka. Tillagan hefur verið auglýst og frestur til athugasemda og umsagna er liðinn
Umsagnir án athugasemda bárust frá eftirfarandi aðilum: Húnavatnshreppi, Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, Vegagerðinni og Minjastofnun. Nefnin samþykkir breytingar á deiliskipulaginu og felur
skipulagsfulltrúa falið að afgreiða skipulagið skv. 42 grein skipulagslaga.

5.Ægisbraut 12 - Umsókn um stækkun lóðar

2101005

Erindi frá Terru hf. Sótt er um stækkun á lóð fyrirtækisins að Ægisbraut 12 um 30 metra til norðurs. Meðfylgjandi er loftmynd af svæðinu.
Lóðin er á skipulögðu iðnaðarsvæði og er að hluta til nýtt af öðrum aðila. Afgreiðslu umsóknarinnar er vísað til byggðaráðs.

6.Síða - Umsókn um byggingarleyfi

2101006

Erindi frá Kjalfell ehf/Rúnari Erni Guðmundssyni Síðu. Sótt er um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi á jörðinni Síðu (145443) 541 Blönduós. Húsið er límtrésbygging á steyptum sökklum, klædd utan með yleiningum. Byggingin yrði 25 m norðan við núverandi íbúðarhús. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur, skráningartafla og gátlisti unnin af Guðbjarti Á. Ólafssyni
Nefndin samþykkir byggingaráformin

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?