68. fundur 09. nóvember 2020 kl. 16:00 - 17:10 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Sigurgeir Þór Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, fundarritari
Dagskrá
Zophanías Ari Lárusson formaður býður Bjarna Þór Einarsson velkominn á fundinn en hann er settur byggingafulltrúi yfir máli 2011006 - Árbraut 9, sem er fyrsta mál á dagskrá þessa fundar

1.Árbraut 9 - Umsókn um byggingarleyfi

2011006

Erindi frá Þorgils Magnússyni eiganda Árbrautar 9 L144817, sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga á húsnæðinu. Um er að ræða tvílyft steinsteypt einbýlishús. Ætlunin er að breyta húsinu í tvær íbúðir á sitt hvorri hæðinni. Húsið þarfnast mikilla endurbóta. Húsið verður einangrað og klætt að utan, skipt um glugga, lagnir endurnýjaðar o.fl. skv. meðfylgjandi teikningum gerðar hjá Stoð verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni dags. 05.11.2020
Bjarni Þór Einarsson er settur byggingarfulltrúi við afgreiðslu þessa liðar. Byggingarfulltrúi fór yfir erindið og benti á að breytingin fellst m.a. í að hafa 2 íbúðir í húsinu. Nefndin samþykkir að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi húsum, Árbraut 5 og 7, 11 og 13, 10 og 12.

2.Urðarbraut 24 - Umsókn um stækkun lóðar

2011007

Erindi frá Jóni Mars Ámundasyni og Áslaugu Ingu Finnsdóttur eigenda Urðarbrautar 24. (145129) Sótt er um stækkun á lóð ofan við bílskúr, allt að þremur metrum.
Nefndin vekur athygli umsækjanda á að svæðið er ætlað sem snjósöfnunarsvæði uppúr götunni og ætlunin er að koma fyrir gönguleið milli gatna í hverfinu. Nefndin fellst á að heimila stækkun sem nær 3 metra frá meðfram bílskúr, þaðan í 45° í núverandi lóðarmörk og svo óbreytt að götu. Byggingarfulltrúa falið að útfæra þetta með umsækjanda.

3.Sunnubraut 2 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd

2011008

Erindi frá Óla Val Guðmundssyni og Snædísi Aðalbjörnsdóttur eigenda Sunnubrautar 2 (145099). Umsókn um tilkynnta framkvæmd er varðar leyfi skv.c lið 2.3.5 gr. byggingarreglugerðarinnar nr112/2012 til að setja svalahurð á suðurgafl hússins, skv. meðfylgjandi teikningu nr.201005-HB2101, gerð hjá Ráðbarði sf. af Bjarna Þór Einarssyni, byggingatæknifræðingi dags. 28.10.2020
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

4.Skipulagsstofnun - Þverárfjallsvegur í Refasveit og Skagastrandarvegur um Laxá - Beiðni um umsögn

2011010

Skipulagsstofnun óskar eftir að Blönduósbær gefi umsögn um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Meðfylgjandi er frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar
Nefndin telur að frummatsskýrslan lýsi fyrirhugaðri framkvæmd á fullnægjandi hátt og taki á þeim þáttum sem þarf. Aðalskipulagsbreyting vegna framkvæmdarinnar er í auglýsingu. Sækja þarf um framkvæmdarleyfi þegar kemur að framkvæmdum.

5.Efstabraut 2 - Slökkvistöð - Umsókn um byggingarleyfi

2011014

Erindi frá Ingvari Sigurðssyni, slökkviliðstjóra fyrir hönd Brunavarna Austur-Húnvetninga. Sótt erum byggingarleyfi til þess að breyta húsnæði til að sinna þörfum slökkviliðs. Um er að ræða límtréshús sem var notað sem geymsluhúsnæði en á að breyta í fullbúna slökkvistöð með bílasal og aðstöðurýmum. Setja á þrjár nýjar aksturshurðir á núverandi húsnæði og setja upp innveggi sem aðskilja bílageymslu og hin ýmsu aðstöðurými. Meðfylgjandi eru teikningar gerðar hjá Stoð verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni, arkitekt dags. 21.10.2020
Nefndin samþykkir byggingaráformin.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24

2009001F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?