Dagskrá
1.Vegagerðin - Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við nýjan Þverárfjallsveg
2010012
Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við nýjan Þverárfjallsveg (73) um Refasveit og Skagastrandarveg (74) um Laxá, í landi jarðarinnar Ennis (lnr.145418, fnr. 2138324)
2.Efstabraut 5 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd
2010014
Erindi frá Jóni Bjarnasyni f.h. N1-Píparans er varðar tilkynnta framkvæmd við Efstubraut 5, þar sem breyta á innra skipulagi ásamt glugga- og hurðaskipti í suðurenda hússins. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Heiðari Jónssyni hjá verkfræðistofunni Varmboða.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
3.Etix Everywhere Borealis ehf. - Land til skógræktar
2010015
Erindi frá eigendum Gagnaversins við Fálkagerði er varðar samstarf við Blönduósbæ að koma skógræktarátaki á laggirnar með því að bærinn legði til land undir skógrækt.
Nefndin tekur vel í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna frekar að málinu með umsækjanda.
4.Hafnarbraut 2-4 Umsókn um lóð
2009035
Umsókn frá Lektu ehf., Áfanga ehf., og Ósverk ehf. um lóðina Hafnarbraut 2-4 fyrir atvinnuhúsnæði.
ZAL vék af fundi undir þessum lið vegna skyldleika.
Lóðin er ekki úthlutunarhæf þar sem þegar er í gildi lóðarleigusamningur og lóðin hefur ekki verið auglýst. Skipulagsfulltrúa falið að finna aðra staðsetningu í samráði við umsækjendur. Erindinu vísað til byggðaráðs.
Lóðin er ekki úthlutunarhæf þar sem þegar er í gildi lóðarleigusamningur og lóðin hefur ekki verið auglýst. Skipulagsfulltrúa falið að finna aðra staðsetningu í samráði við umsækjendur. Erindinu vísað til byggðaráðs.
Fundi slitið - kl. 17:30.
1. Það þarf að koma undirgöng til að tengja þéttbýlið við útivistarsvæðið í Vatnahverfi.
2. Nýr vegur kemur rétt við vatnsból að Enni og þarf að finna aðra lausn.
3. Nefndin setur sig ekki upp á móti því að vegur að Selvík verði sveitarfélagsvegur.
4. Nefndin telur að aflagðir vegir verði nýttir áfram.
Tæknideild og skipulagsfulltrúa falið að vinna frekar að málinu.
Frekari afgreiðsu vísað til byggðarráðs og sveitarstjórnar.