Dagskrá
1.Áherslur SUU í komandi fjárhagsáætlunargerð
1909001
Tillögur nefndarinnar um áherslur í málaflokkunum fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð.
Valdimar Ó. Hermannsson kom inn á fundinn undir þessum lið. Nefndin fór yfir nokkur mál sem hún vill að áhersla verði lögð á í komandi vinnu við fjárhagsáætlun og mun skoða það nánar á milli funda.
2.Blönduósbær - Umhverfisviðurkenningar 2019
1906024
Umhverfisviðurkenningar árið 2019. Skv. bókun síðasta fundar.
Húseigendur að Húnabraut 16, Blönduósi hlutu viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir fallegan og vel hirtan garð.
Ábúendur á Móbergi í Langadal hlutu viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir snyrtilegt og fallegt umhverfi.
Ámundakinn ehf. hlaut viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir fallegan frágang og snyrtilegt umhverfi að Hnjúkabyggð 34b.
Viðurkenningarnar voru veittar á Húnavökuhátíðinni í júlí sl.
Ábúendur á Móbergi í Langadal hlutu viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir snyrtilegt og fallegt umhverfi.
Ámundakinn ehf. hlaut viðurkenningu Blönduóssbæjar 2019 fyrir fallegan frágang og snyrtilegt umhverfi að Hnjúkabyggð 34b.
Viðurkenningarnar voru veittar á Húnavökuhátíðinni í júlí sl.
3.Bakkakot - Umsókn um stofnun lóðar
1909003
Erindi frá Valdimari Guðmannssyni, umsókn um stofnun lóðar úr landi jarðarinnar Bakkakots, lnr. 145405, fyrir frístundahús, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum hjá Ráðbarði sf. verkfræðistofu af Bjarna Þór Einarssyni byggingartæknifræðingi. Jafnframt er sótt um að stofna þrjá byggingareiti á lóðinni fyrir frístundahús, byggingarreitinn B1 undir og umhverfis núverandi frístundarhús og byggingareitina B2 og B3 til síðari nota. Númer uppdráttar er BK20701 í verki nr. 190801, dags. 26.ágúst 2019.
Nefndin samþykkir stofnun lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi erindi.
4.Gámasvæði
1906023
Lögð er fram lóðarteikning af geymslusvæði fyrir gáma við Skúlahorn.
Nefndin samþykkir lóð fyrir geymslusvæði með þeim ábendingum sem fram komu á fundinum með fyrirvara um grendarkynningu. Grendarkynningin nær til lóðarinnar að Skúlahorni lnr. L209763.
5.Urðarbraut 1 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd
1909002
Erindi frá Arnrúnu Báru Finnsdóttur. Umsókn um tilkynnta framkvæmd skv. meðfylgjandi teikningu gerðum af Trausta Val Traustasyni, byggingartæknifræðingi, dags. 10.07.2019. Um er að ræða stækkun á skyggni yfir útidyrahurð.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
6.Húnabraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi
1906020
Nefndin samþykkti í upphafi fundar að taka málið á dagskrá. Erindi frá Ámundakinn ehf. Umsókn um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar og endurbóta á húsasamstæðu á lóð nr. 4 við Húnabraut á Blönduósi.
Fyrirhugaðar endurbætur ná til viðbyggingar nýs anddyris/glerskála, niðurrifs og uppbyggingar veggja til afmörkunar nýrra þjónusturýma. Nýtt inntak og inntaksrými fyrir kalt vatn. Endurgerð inntaksgrindar hitaveitu og endurgerðar lagnir að núv. neysluvatns- og hitakerfisstofnum núv. þjónusturýma. Leggja skal nýjar stofnlagnir fyrir neysluvatns- og hitakerfi í ný þjónusturými. Lögð verður ný fráveita í ný þjónusturými. Skilað verður öllum rýmum tilbúnum undir innréttingar. Einnig er um að ræða breytingar á brunaskilum ásamt því að uppdráttur hefur verið uppfærður til samræmis við þekktar breytingar sem gerðar verða á innangerð húss. Meðfylgjandi eru uppdrættir unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu, gerðir af Þórði Karli Gunnarssyni.
Uppdrættirnir eru í verki númer 755744 dagsettir 4. september 2019. Númer aðaluppdrátta er A-100 til A-102.
Fyrirhugaðar endurbætur ná til viðbyggingar nýs anddyris/glerskála, niðurrifs og uppbyggingar veggja til afmörkunar nýrra þjónusturýma. Nýtt inntak og inntaksrými fyrir kalt vatn. Endurgerð inntaksgrindar hitaveitu og endurgerðar lagnir að núv. neysluvatns- og hitakerfisstofnum núv. þjónusturýma. Leggja skal nýjar stofnlagnir fyrir neysluvatns- og hitakerfi í ný þjónusturými. Lögð verður ný fráveita í ný þjónusturými. Skilað verður öllum rýmum tilbúnum undir innréttingar. Einnig er um að ræða breytingar á brunaskilum ásamt því að uppdráttur hefur verið uppfærður til samræmis við þekktar breytingar sem gerðar verða á innangerð húss. Meðfylgjandi eru uppdrættir unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu, gerðir af Þórði Karli Gunnarssyni.
Uppdrættirnir eru í verki númer 755744 dagsettir 4. september 2019. Númer aðaluppdrátta er A-100 til A-102.
Nefndin samþykkir byggingaráformin
Fundi slitið - kl. 17:30.