Dagskrá
1.Brautarhvammur - Umsókn um skipulag
1812004
Erindi frá Blöndu ehf. Umsókn um minniháttar breytingu á deiliskipulaginu í Brautarhvammi. Breytingin felur í sér að lóð fyrir þjónustuhús er breytt og lóðin stækkar úr 1116m2 í 1262m2. Byggingarreit á lóðinni er breytt og leyfilegt byggingarmagn á reitnum aukið úr 120m2 í 400m2. Þá eru 8 bílastæðum við þjónustuhúsið bætt við. Breytingin er gerð vegna aukinnar eftirspurn eftir gistingu á svæðinu og hefur ekki áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið. Meðfylgjandi eru breytingaruppdráttur unnin af Landmótun dags. 30.11.2018 og teikning af sambærilegu húsi sem áætlað er að rísi á reitinn.
2.Móberg land - staðfesting landamerkja
1812005
Erindi frá Björg Einarsdóttur,umsókn um staðfestingu á afmörkun og stærð fyrir Móberg land. Lóðin er 811,4 m2 að stærð. Afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 782101 dags. 12. apríl 2018. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi landeiganda.
Nefndin staðfestir stærð og afmörkun fyrir lóðina.
3.Markviss - Umsókn um framkvæmdaleyfi
1707023
Erindi frá Skotfélaginu Markviss.
Umsókn um framkvæmdaleyfi, um er að ræða 300 metra riffilbraut, bogfimibraut og Trapvöll á skotsvæði félagsins. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf, númer uppdráttar er S-03, dagsett 12.september 2017.
Umsókn um framkvæmdaleyfi, um er að ræða 300 metra riffilbraut, bogfimibraut og Trapvöll á skotsvæði félagsins. Meðfylgjandi er uppdráttur gerður af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf, númer uppdráttar er S-03, dagsett 12.september 2017.
Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna umsóknarinnar enda fellur leyfið að öllu leiti að gildandi aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Við afgreiðslu skipulagsfulltrúa á umsókninni skal leita álits Skipulagsstofnunar um það hvort framkvæmdin sé matsskyld eða ekki samkvæmt lögum nr. 106/2000 áður en leyfið verður gefið út.
4.Húnabær - Nýtt iðnaðarhús
1703022
Skipulagsfulltrúi leggur fram lóðarblöð vegna nýs athafnarhúsnæðis við Húnabæ.
Nefndin samþykkir lóðarblöð fyrir Húnabæ 2 og Húnabæ 4.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Nefndin vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.