Dagskrá
1.Brimslóð 10A Umsókn um breytta notkun.
1503014
Lagðar fram tvær umsagnir vegna grenndarkynnningar á breyttri nokunn húsins að Brimslóð 10A.
2.Viðbygging við hesthús að Arnargerði 7 Umsókn um byggingarleyfi.
1504037
Umsókn um byggingarleyfi til viðbyggingar við hesthúsið að Arnargerði 7, Blönduósi.
Erindinu fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikning nr. 100 í verki nr. 5013-026, upphaflega dagsettur 15.10.2013 en breytt 04.05.2015. Sótt er um að byggja 2,5m breiða hlöðu norðan við húsið. Þá verður veggur hússins 0,3m frá lóðamörkum sem snúa að óbyggðu svæði. Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt skipulagsskilmálum ber að sýna taðþró innan lóðar. Nefndin samþykkir byggingaráformin.
3.Brekkubyggð 24 - Umsókn um byggingarleyfi Breyting á gluggum og útihurð.
1505001
Erindi frá Bjarna Pálssyni, umsókn um byggingarleyfi til að breyta gluggum og útihurðum á húseign hans að Brekkubyggð 24.
Erindinu fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikning nr. 100 í verki nr. 5015-024, dags. 04.05.2015. Nefndin samþykkir byggingaráformin.
4.Tiltektardagur
1504036
Átak í hreinsun á lóðum á Blönduósi
Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd óskar eftir að farið verði sérstaklega yfir hvar þörf er á úrbótum í tilefni af átaki í tiltekt í bænum og leggur til að sendar verði skriflegar ábendingar og hvatning til hlutaðeigandi aðila. Nefndin óskar eftir að skoðað verði í samráði við Heilbrigðiseftirlitið til hvaða úrræða hægt er að grípa til ef ekki verður brugðist ábendingum um úrbætur.
Fundi slitið.
Eigandi Brimslóðar 10B gerir engar athugasemdir við hinar grenndarkynntu breytingar. Eigandi Brimslóðar 10C gerir eftirfarandi umsögn: "Hef kynnt mér breytingar sem fyrirhugaðar eru á Brimslóð 10A. Ég geri ekki athugasemdir við þær breytingar enda hafi þær ekki áhrif á þá starfsemi sem rekin er í Brimslóð 10C og 10B. Þar er rekin alhliða iðnaðarstarfsemi og geri eigendur Brimslóðar 10A sér grein fyrir því og gefi skriflega yfirlýsingu um að þeir geri ekki athugasemd við það."
Vakin er athygli á því að Brimslóð 10B og 10C eru skráðar sem vörugeymslur á iðnaðar- og athafnalóðum. Því getur "alhliða iðnaðarstarfsemi" ekki farið þar fram án undangenginnar samþykktar á breyttri notkun húsnæðis sem hefði í för með sér grenndarkynningu og útgáfu starfsleyfis fyrir þá starfsemi sem þar væri áformuð. Nefndin lítur því svo á að ekki séu gerðar athugasemdir við breytta notkun og breytingar á húseigninni Brimslóð 10A, og er því fyrirvari um samþykkt byggingaráform frá 8. apríl sl. felldur niður.