Dagskrá
1.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir urðunarstað í landi Sölvabakka.
1501029
Óskað er eftir að meðfylgjandi breyting á deiliskipulagi fyrir Sölvabakka- urðun og efnistaka verði tekin fyrir skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd.
Breytingin felur í sér að gerð er breyting á texta í gildandi deiliskipulagi en texti um byggingarreiti er breytt þar sem við bætist nýr byggingarreitur C og byggingarreitur B er stækkaður. Ennfremur er gert ráð fyrir að vélageymsla megi vera allt að 600 m2 í stað 400 m2.
Breytingin felur í sér að gerð er breyting á texta í gildandi deiliskipulagi en texti um byggingarreiti er breytt þar sem við bætist nýr byggingarreitur C og byggingarreitur B er stækkaður. Ennfremur er gert ráð fyrir að vélageymsla megi vera allt að 600 m2 í stað 400 m2.
Deiliskipulagstillaga frá 2011, Sölvabakki- urðun og efnistaka, hlaut ekki lokaafgreiðslu með auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda og tók því ekki formlega gildi. Því þarf málsmeðferð tillögu að breytingu á deiliskipulaginu að vera sem um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Þar sem allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í umhverfismati frá 2010 og breytingin frá deiliskipulagi fyrir svæðið sem samþykkt var í bæjarstjórn Blönduósbæjar 14.06.2011 er óveruleg þá samþykkir nefndin að falla frá málsmeðferð skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010. Nefndin samþykkir að auglýsa deiliskipulagið með áorðnum breytingum skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
2.Umsókn um byggingarleyfi að Garðabyggð 1
1501030
Umsókn um stækkun lóðar, frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Lögð er fram tillaga að mæliblaði fyrir lóðina Garðabyggð 1 þar sem lóðin er stækkuð til vesturs að gangstétt við 6.5m breiða götuna. Lóðin verður 1360 m2 og á henni eru 6 bílastæði. Nefndin samþykkir framangreinda breytingu á lóðinni Garðabyggð 1 á Blönduósi.
3.Samþykkt um umferðarskilti
1502012
Umfjöllun um lækkun á umferðarhraða vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn.
Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta umferðarhraða á Blönduósi að svo komnu máli en telur rétt að taka saman upplýsingar um kostnað við að ráðast í slíkar breytingar þannig að þær liggi fyrir. Nefndin samþykkir afgreiðsluna með 4 atkvæðum en 1 situr hjá.
4.Brimslóð 10A Umsókn um breytta notkun.
1503014
Brimslóð 10A, umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
Erindi frá Gísla Agli Hrafnssyni og Ingu Elsu Bergþórsdóttur, eigendum Brimslóðar 10A á Blönduósi. Fyrirhugaðar breytingar fela í sér að þar sem áður var bílaverkstæði að Brimslóð 10 verði nú íbúðarhúsnæði. Sótt er um byggingarleyfi og breytta notkun húsnæðisins. Erindinu fylgir aðaluppdráttur í þríriti ásamt skráningartöflu gerður hjá AOK verkstæði arkitekta ehf. af Kára Eiríkssyni arkitekt. Breytt notkun sem sótt er um er í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030. Nefndi samþykkir að grenndarkynning fari fram vegna breyttrar notkunar og breytinga á húsinu að Brimslóð 10A. Grenndarkynningin skal taka til Brimslóðar 10B og 10C. Nefndin samþykkir byggingaráformin skv. framlögðum teikningu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
5.Húnabraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
1503004
Sótt er um leyfi til að breyta bílskúr í eldhús og að byggt verði 17,4 m2 óupphitað rými við suðaustur hlið á bílskúr sem afgreiðsla úr eldhúsi. Þak bílskúrs verður hækkað.
Nefndin samþykkir byggingaráformin fyrir framangreindar breytingar en bendir á að skilgreina þarf eldvarnarhurð á milli brunahólfa.
Fundi slitið - kl. 18:30.