47. fundur 24. október 2018 kl. 16:00 - 19:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jón Örn Stefánsson aðalmaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Húsnæði fyrir sjálfstæða búsetu

1810021

Erindi frá Félags og skólaþjónustu A-Hún. Lögð eru fram frumdrög af afstöðumynd vegna hugmynda um byggingu húsnæðis fyrir sjálfstæða búsetu sem tæki við hlutverki sambýlisins að Skúlabraut 22. Óskað er eftir skoðunum byggingaryfirvalda Blönduósbæjar á hugmyndum þessum. Meðfylgjandi eru drög af afstöðumynd unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form dags. 18.09.2018. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Gestir undir þessum lið eru Valdimar O. Hermannsson, Magnús B. Jónsson framkvæmdastjóri Félags- og skólaþjónustu A-Hún. og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir frá Svf. Skagafirði. Svf.Skagafjörður rekur málaflokkinn sem leiðandi sveitarfélag. Farið var yfir hugmyndir um byggingu húsnæðis fyrir sjálfstæða búsetu. Til stendur að byggja húsið á næsta ári ef lóð er fyrir hendi. Miklar umræður urðu um málið. Magnús og Gréta Sjöfn véku af fundi eftir umræðuna. Nefnin mælir með því að staðsetja íbúðarkjarna við Flúðabakka enda hentar staðsetningin núverandi þjónustuþegum. Grenndarkinna þarf staðsetninguna þegar gögn liggja fyrir. Nefndin vísar afgreiðslunni að öðru leyti til byggðaráðs.

2.Samþykkt um umferðarmál

1502012

Farið er yfir samþykkt um umferðarmál þéttbýlis Blönduósbæjar.
Nefndin leggur til að umferðarhraði í þéttbýli Blönduósbæjar skuli vera annarsvegar 35 km og hins vegar 50 km. samkvæmt teikningu sem unnin var á fundinum. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu og lista upp í hvaða götum hvor hraði á við. Farið var yfir aðrar merkingar á götum og staðsetningu hraðahindranna og gangbrauta. Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra gögn í samræmi við tillöguna. Tæknideild var falið að kostnaðarmeta breytingarnar fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2019.

3.Gamli bærinn deiliskipulag.

1810030

Vegna vinnu við deiliskipulag fyrir gamla bæinn eru lagðar fram tíma og kostnaðaráætlanir frá Landmótun og TGJ.
Skipulagsfulltrúi fór yfir forsendur frá báðum aðilum og kostnaðarmat þeirra. Nefndin leggur til að ganga til samninga við Landmótun í gerð á deiliskipulagi í gamla bænum. Lagt er til að ráðgjafinn mæti á fund með nefndinni og komi málinu af stað. Valdimar O. Hermannsson vék af fundi kl. 18:05.

4.Endurskoðun á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030

1810029

Aðalskipulag Blönduósbæjar. Farið er yfir hvort þurfi að fara í endurskoðun á aðalskipulagi Blönduósbæjar í upphafi kjörtímabils.
Nefndin telur ekki ástæðu til að endurskoða aðalskipulag Blönduósbæjar 2010-2030 að svo stöddu.

5.Deiliskipulag á nýjum íbúðarlóðum

1810031

Farið yfir eldri tillögur af deiliskipulagi að nýjum svæðum fyrir íbúðabyggð á Blönduósi.
Lagt er til að vinna við deiliskipulag á íbúasvæði C samkvæmt skilgreiningu í aðalskipulagi hefjist sem fyrst og lögð verði áhersla á rað- og parhúsalóðir.

6.Húsakönnun dreifbýli

1810032

Lagt er fyrir nefndina húsakönnun fyrir dreifbýli Blönduósbæjar sem unnin er af TGJ dagsett í júni 2018. Húsakönnunin lögð fram til samþykktar.
Nefndin samþykkir húsakönnunina eins og hún kemur fyrir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda húsakönnunina til Minjastofnunar Íslands.

7.Smárabraut breyting - Umsókn um skipulag

1808025

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Smárabraut. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust við grendarkynningu vegna breytingarinnar.
Ein ábending barst þar sem lagt er til að hæðarmunur í landi verði tekinn upp í gólfkótum raðhúsanna. Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og samþykkir að bæta í deiliskipulagið að taka skuli upp hæðamunin í gólfkótum húsanna við Smárabraut 7a-9c og 18-24 eins og fram kemur í núgildandi deiliskipulagi og gildir fyrir lóð 19-33.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?