Dagskrá
1.Laxárvatnslína 2- Umsókn um framkvæmdaleyfi
1808023
Erindi frá Landsneti um framkvæmdarleyfi fyrir Laxárvatnslínu 2, sem er 132 kV jarðstrengur og ljósleiðara um 3 km leið milli tengivirkis Landsnets og RARIK við Laxárvatnsvirkjun og gagnavers á Blönduósi, þar af er 1,2 km innan sveitarfélagsins Blönduósbæjar. Reiknað er með að lagningu strengs ljúki fyrir árslok 2018 og yfirborðsfrágangi sumarið 2019. Þessi tímaáætlun er háð því að öll leyfi og samningar við landeigendur liggi fyrir.
Meðfylgjandi er lýsing mannvirkja og nánari upplýsingar um framkvæmdina ásamt yfirlitskortum, teikningum og öðrum upplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Meðfylgjandi er lýsing mannvirkja og nánari upplýsingar um framkvæmdina ásamt yfirlitskortum, teikningum og öðrum upplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
2.Þverárfjallsvegur í Refasveit - Beiðni um umsögn
1809001
Erindi frá Skipulagsstofnun sem óskar eftir umsögn um meðfylgjandi tillögu að matsáætlun Vegagerðarinnar um framkvæmd á Þverárfjallsvegi, sem fær nýtt vegnúmer(73) í Refasveit og Skagastrandarvegi (74) um Laxá í Blönduósbæ og Skagabyggð.
Skipulagsstofun óskar eftir að Blönduósbær veiti umsögn um tillögu Vegagerðarinnar að matsáætlun fyrir Þverárfjallsveg í Refasveit. Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar hefur kynnt sér tillögu að matsáætlun og telur að hún geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar. Blönduósbær gerir ekki athugasemdir þá umhverfisþætti sem matið tekur til né hvernig staðið sé að gagnaöflun og mati á einstaka þáttum sem fram koma í frummatsskýrslunni. Blönduósbær mun á síðari stigum veita framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar á grundvelli þeirra gagna sem lögð verða fram þegar til framkvæmda kemur.
3.Umsókn um lóð - Fálkagerði 2
1808021
Erindi frá Landsnet hf., umsókn um lóð fyrir tengivirki að Fálkagerði 2. Á lóðinni er ætlunin að setja upp endabúnað fyrir 132 kV jarðstreng, Laxárvatnslínu 2, 132/33 kV aflspenni aukabyggingar fyrir stjórn- og varnarbúnað. Áætlað er að framkvæmdir hefjist haustið 2018 og frágangi lokið haustið 2019.
Lóðin er byggingarhæf og byggingaráform falla að deiliskipulagsskilmálum. Nefndin vísar afgreiðslu á erindinu um úthlutun lóðar til byggðarráðs.
4.Smárabraut breyting - Umsókn um skipulag
1808025
Erindi frá Stíganda ehf., Húnaborg ehf. og Mýrarbraut 23 ehf. um breytingu á deiliskipulagi á Smárabraut skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landmótun ehf og fylgigögnum umsækjanda.
Nefndin telur að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem heildarbyggingarmagn á lóðunum mun ekki aukast. Nefndin samþykkir að grenndarkynna breytingu vegna lóðanna Smárabraut 7-9 þar sem lóðunum er breytt úr tveimur einbýlishúsalóðum í 4-5 íbúða raðhúsalóð, Smárabraut 18-20 þar sem lóðunum er breytt úr tveimur einbýlishúsalóðum í 3-4 íbúða raðhúsalóðir, og Smárabraut 19-25 þar sem lóðinni er breytt úr 4 íbúða raðhúsi í 6-8 íbúða raðhúsalóð. Grenndarkynningin nái til húseigenda við Smárabraut. Kostnaður vegna skipulagsbreytinga er greiddur af umsækjendum um breytinguna.
5.Sunnubraut 13-17 - Umsókn um byggingarleyfi
1808020
Erindi frá Húnaborg ehf. sem sækir um byggingarleyfi til byggingar á 341 m2 raðhúsi að Sunnubraut 13-17, Blönduósi. Um er að ræða nýtt raðhús sem skiptist upp í 3 íbúðir með sambyggðum bílskúrum. Húsið er timburhús á steyptum sökkli. Byggingin er sýnd á meðfylgjandi aðaluppdrætti gerðum af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi dags. 26.08.2018.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
6.Sunnubraut 19 og 21 - Umsókn um byggingarleyfi
1808024
Erindi frá Trésmiðjunni Stíganda ehf. Umsókn um byggingarleyfi fyrir parhúsi með bílskúr úr timbri á steyptum sökkli. Meðfylgjandi eru drög af uppdrætti sem er lagður fram af Guðmundi Sigurjónssyni, byggingarfræðingi.
Nefndin samþykkir byggingaráformin.
7.Skipulagsmál
1803001
Umræður um skipulagsmál Blönduósbæjar.
Umræður um deiliskipulag í gamla bænum og ný svæði fyrir íbúðabyggð.
Umræður um deiliskipulag í gamla bænum og ný svæði fyrir íbúðabyggð.
Nefnin fór yfir næstu skref í skipulagsmálum og telur að hraða þurfi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir ný íbúðarhverfi. Einnig er brýnt að hefja vinnu við deiliskipulag gamla bæjarins sem fyrst. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir kostnaði við deiliskipulagsvinnu í fjárhagsáætlun 2019.
8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 21
1809003F
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Byggingarfulltrúi fór yfir og kynnti einstaka afgreiðslur.
Fundi slitið - kl. 19:15.
Nefndin samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að afgreiða framkvæmdaleyfi vegna strenglagnarinnar þegar fullnægjandi gögn hafa borist.