Dagskrá
1.Efstabraut 2 - Umsókn um stækkun lóðar
1804003
Lóðarhafar að Efstubrautar 2 á Blönduósi óska eftir að tekin verði til efnislegrar umfjöllunar breytt lóðarmörk Efstubrautar 2.
Ósk vegna breytingar á lóðarmörkun er til komin vegna breyttrar legu Efstubrautar og þar með breyttum innakstri á lóðina nr. 2 við Efstubraut.
Flatarmál lóðar samkvæmt núverandi lóðarmörkum er 16.255,7m². Eftir breytingar verður flatarmál lóðar 17.146m².
Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu unninn af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S-100a, b og c, í verki nr. 703411, dagsettur 28. mars 2018.
Ósk vegna breytingar á lóðarmörkun er til komin vegna breyttrar legu Efstubrautar og þar með breyttum innakstri á lóðina nr. 2 við Efstubraut.
Flatarmál lóðar samkvæmt núverandi lóðarmörkum er 16.255,7m². Eftir breytingar verður flatarmál lóðar 17.146m².
Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu unninn af Birni Magnúsi Árnasyni. Númer uppdráttar er S-100a, b og c, í verki nr. 703411, dagsettur 28. mars 2018.
Valgarður Hilmarsson og Jakob Jónsson véku af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar vegna tengsla. Nefndin fellst á breytingar á lóðinni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi.
2.Umsókn um lóð - Smárabraut 20
1804001
Erindi frá Ingólfi Daníel Sigurðssyni, umsókn um lóð fyrir einbýlsihús að Smárabraut 20, íbúðarhúsið mun verða rúmlega 200 fm. að stærð með innbyggðum bílskúr. Áætlað er að hefja framkvæmdir í vor og ljúka framkvæmdum sumarið 2019.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Ingólfi Daníel Sigurðssyni lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
3.Blöndubyggð 3 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd
1611024
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir tilkynnta framkvæmd. Fyrirhugaðar breytingar eru að glugga á bakhlið verði breytt í svalahurð. Útsýnisgluggi settur á norðausturhlið hússins. Gluggi og hurð snúa að ánni Blöndu og sjást því ekki frá götu eða nærliggjandi húsum.
Meðfylgjandi er teikning gerð af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi. Dagsetning er 22. febrúar 2018 í verki nr. 2016-025
Meðfylgjandi er teikning gerð af Stefáni Árnasyni, byggingarfræðingi. Dagsetning er 22. febrúar 2018 í verki nr. 2016-025
Nefndin hafnar því að veita byggingarleyfi fyrir þessari framkvæmd þar sem breytingin er ekki í samræmi við annað útlit hússins.
4.Húnabær - Nýtt iðnaðarhús
1703022
Aðalskipulagsbreyting. Um er að ræða mál sem tekið var fyrir á fundi nefndarinnar 14. febrúar 2018. Nýr reitur fyrir athafnasvæði, Húnabær verður skilgreindur innan þéttbýlis á Blönduósi. Reiturinn tekur yfir svæði sem í dag er skilgreint sem íbúðarsvæði og að hluta sem óbyggt svæði. Báðar þessar skilgreiningar falla út innan þeirra marka sem athafnasvæðið tekur til. Meðfylgjandi er greinargerð og uppdráttur unnin af Landmótun ehf. dags. 03.04.2018.
Samþykkt er að gera breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 í þéttbýlinu á Blönduósi við Húnabæ sem stendur efst við Þingbraut. Þar er skilgreindur nýr reitur fyrir athafnasvæði A4. Tillagan er samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010
5.Deiliskipulag við Svínvetningabraut
1711002
Deiliskipulag vegna gagnavera tekið fyrir vegna athugasemda frá Skipulagsstofnun. Meðfylgjandi er greinagerð og uppdráttur unnin af Landmótun ehf.
Deiliskipulag fyrir gagnaver á Blönduósi var samþykkt á fundi nefndarinnar 7. febrúar sl. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að ekki væri brugðist með fullnægjandi hætti við ábendingum frá Landsneti og Rarik. Skipulagsfulltrúi fór yfir athugasemdina og með hvaða hætti verði brugðist við henni.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagið og áorðnar lagfæringar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 18:15.