Dagskrá
1.Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar
1712008
Bjarni Þór Einarsson lét af stöfum sem skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar um síðustu áramót. Við starfi hans tók Þorgils Magnússon.
Bjarna Þór Einarssyni er þökkuð fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Rætt var um nokkur verkefni sem eru í gangi og mun Bjarni koma að vinnu við Verndarsvæði í gamla bænum.
2.Fyrirspurn vegna lóðar í Arnargerði
1801001
Páll Marteinsson kt. 230854-3009, óskar eftir að tekið verði til umfjöllunar umsókn um að gera nýja lóð fyrir hesthús í Arnargerði. Suðvestan við reiðhöll skv. meðfylgjandi yfirlitsmynd.
Nefndin fellst ekki á að skipuleggja nýjar lóðir í Arnargerði meðan þar er skipulagt hverfi með lausum lóðum m.a. norðan við Arnargerði 20.
3.Umsókn um lóð - Ennisbraut 5
1712023
Erindi frá Húnaborg ehf., umsókn um lóð fyrir atvinnu-/geymsluhúsnæði að Ennisbraut 5, um 375 m2, húsið verður stálgrindarhús á steyptum sökkli klætt með samlokueiningum. Húsinu verður skipt í 3-5 einingar frá 75m2 að stærð. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið innan 6 mánaða frá útgáfu byggingarleyfis.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan sex mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.
4.Umsókn um lóð - Ennisbraut 7
1712025
Erindi frá Húnaborg ehf., umsókn um lóð fyrir atvinnu-/geymsluhúsnæði að Ennisbraut 7, um 375 m2, húsið verður stálgrindarhús á steyptum sökkli klætt með samlokueiningum. Húsinu verður skipt í 3-5 einingar frá 75m2 að stærð. Áætlað er að hefja framkvæmdir innan 9 mánaða frá samþykktu byggingarleyfi og fullu lokið innna tveggja ára.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Lagt er til að lóðin falli aftur til sveitarfélagsins ef framkvæmdir eru ekki hafnar innan tólf mánaða frá lóðarúthlutun og lokið 12 mánuðum síðar.
5.Umsókn um lóð - Sunnubraut 13-17
1712024
Erindi frá Húnaborg ehf., umsókn um lóð fyrir 3 íbúða raðhúsi að Sunnubraut 13-17, hver íbúð verður um 100m2 með innbyggðum bílskúr, húsið verður lágreist timbureiningahús á staðsteyptum grunni. Hver íbúð verður með 1-2 svefnherbergjum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á vormánuðum og að fullu lokið innan 12 mánaða frá því framkvæmdir hefjast.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
6.Umsókn um lóð - Smárabraut 19-25
1712026
Erindi frá Húnaborg ehf., umsókn um lóð fyrir 4 íbúða raðhúsi að Smárabraut 19-25, hver íbúð verður um 120m2 með innbyggðum bílskúr, húsið verður lágreist timbureiningahús á staðsteyptum grunni. Hver íbúð verður með 2-3 svefnherbergjum. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í október 2018 og að fullu lokið innan 12 mánaða frá því framkvæmdir hefjast.
Tekið er jákvætt í erindið. Nefndin mælir með því við byggðaráð að úthluta Húnaborg ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018.
7.Fyrirspurn um lóðir í gamla bænum
1710013
Erindi frá Ingu Elsu Bergþórsdóttir og Gísla Agli Hrafnssonar, fyrirspurn um stækkun og breytingar á húsum að Brimslóð 10A og 10C skv. meðfylgjandi bréfi.
Nefndin er jákvæð fyrir því að taka til skoðunar byggingarhugmyndir og stækkun á lóð Brimslóðar 10A og 10C. Inní þá umræðu þarf að taka niðurstöðu úr þeirri vinnu sem verndarsvæði í byggð leiðir af sér auk þess sem uppfylla þarf skipulagslög og fylgja þeim við úrlausn erindisins. Skipulagsfulltrúa er falið að ræða nánar við bréfritara og að erindið verði skoða í vinnunni um verndarsvæðið.
8.Efstabraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
1801002
ÍSGEL ehf, sækir um byggingarleyfi til breytinga á húsi sínu að Efstubraut 2, Blönduósi, matshluta 228-9330, um er að ræða breytingu á innangerð í húshlutanum. Einnig er fyrirhugað að breyta útliti með því að bæti inn tveimur gluggum á framhlið, tveimur iðnaðarhurðum á bakhlið og tveimur gönguhurðum einnig á bakhlið
Breytingarnar sem um ræðir eru sýndar á meðfylgjandi aðaluppdrætti, unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta eru A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104 í verki nr. 703741, dags. 05. janúar 2018.
Breytingarnar sem um ræðir eru sýndar á meðfylgjandi aðaluppdrætti, unnum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta eru A-100, A-101, A-102, A-103 og A-104 í verki nr. 703741, dags. 05. janúar 2018.
Nefndin samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist.
9.Samþykkt um umferðarskilti
1502012
Tillaga að samþykktum um umferðarmerki á Blönduósi. Yfirferð á málinu.
Byggingarfulltrúi fór yfir stöðu mála. Lagður var fram listi yfir stöðu á skiltum í bænum.
Fundi slitið - kl. 19:15.