Dagskrá
1.Aðalgata 8 Endurnýjaður lóðarleigusamningur
1707013
Gera þarf nýjan lóðarleigusamning fyrir Aðalgötu 8. Þorgils Magnússon leggur fram drög að nýjum lóðarleigusamningi.
Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning.
2.Hlíðarbraut 19. Endurnýjaður lóðarleigusamningur
1707011
Gera þarf nýjan lóðarleigusamning fyrir Hlíðarbraut 19. Þorgils Magnússon leggur fram drög að nýjum lóðarleigusamningi.
Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning.
3.Hlíðarbraut 21. Endurnýjaður lóðarleigusamningur
1707012
Gera þarf nýjan lóðarleigusamning fyrir Hlíðarbraut 21. Þorgils Magnússon leggur fram drög að nýjum lóðarleigusamningi.
Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning.
4.Arnargerði 33 - Fyrirspurn um viðbótarlóð
1707010
Hestaleigunni Galsa vantar viðbótargerði fyrir hestaleiguna. Sótt er um leyfi til að setja gerði upp fyrir utan lóð eins og meðfylgjandi loftmynd sýnir. Gerðið þarf að vera um 13x18m að stærð.
Nefndin hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.
5.Húnabraut 33 - Umsókn um að reisa minnismerki
1705045
Erindinu var frestað af síðasta fundi nefndarinnar. Hugmyndir eru um að reisa minnisvarða um mjólkurvinnslu á Blönduósi á lóð Húnabrautar 33 (áður MS). Minnisvarðinn verður "strokkur" sem áður var í notkun í mjólkurstöðinni. Staðsetning er í suðausturhorni lóðarinnar. Meðfylgjandi er teikning af staðsetningu og útliti ásamt mynd af svipuðu minnismerki við MS á Selfossi.
Nefndin samþykkir erindið og að staðsetningin verði í samráði við byggingarfulltrúa.
6.Ámundakinn ehf. - Umsókn um byggingarleyfi
1611001
Ámundarkinn ehf. sækir um byggingarleyfi til að reisa þjónustuhús fyrir mjólkurbíla MS að Hnjúkabyggð 34. Meðfylgjandi eru aðaluppdráttur gerður af Magnúsi Ingvarssyni byggingafræðingi dagset 28. júni 2017 en prentað 11. júli 2017. Teikninganr. A100-A104 í verki nr. 773702.
Valgarður Hilmarssson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis. Nefndin samþykkir byggingaráformin enda fellur byggingin innan ramma væntanlegs deiliskipulags á svæðinu.
7.Brennsluofn - Umsókn um byggingarleyfi
1605027
Erindi frá SAH afurðum, óskað er eftir að skoðað verði sá möguleiki að koma brennsluofn fyrirtækisins fyrir á hafnarsvæðinu. Best væri ef hægt væri að nota steypt plan sem þar er.
Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir brennslugáminn á hafnarsvæðinu til eins árs. Brennslugámurinn skal staðsettur og frá honum gengið í samráði við byggingarfulltrúa. Stöðuleyfið gildir til 1. ágúst 2018.
8.Umhverfisviðurkenning
1607004
Umhverfisviðurkenning árið 2017. Nefndin hefur skoðað og farið yfir þá staði sem koma til greina til að hljóta umhverfisviðurkenningu árið 2017.
Nefndin mun bóka niðurstöðu sýna á næsta fundi.
9.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.
1603014
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála. Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við Blönduósbær auglýsi deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúi þarf að ganga frá undirrituðum gögnum til Skipulagsstofnuar áður en auglýsing er birt um deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
10.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.
1510002
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála. Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytinguna og hefur sent Blönduósbæ undirrituð gögn ásamt auglýsingu sem send var til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
11.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag
1609001
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála. Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við Blönduósbær auglýsi deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúi þarf að ganga frá undirrituðum gögnum til Skipulagsstofnuar áður en auglýsing er birt um deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
12.Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit
1702005
Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu mála. Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við Blönduósbær auglýsi deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúi þarf að ganga frá undirrituðum gögnum til Skipulagsstofnuar áður en auglýsing er birt um deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
13.Húnavatnshreppur. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi.
1707017
Erindi frá Húnavatnshreppi. Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022, vegna fjölgunar efnistökustaða, nýs verslunar- og þjónustusvæðiðs að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum sent Blönduósbæ til umsagnar.
Nefndin samþykkir að taka á dagskrá erindi Húnavatnshrepps sem ekki var í útsendum gögnum.
Nefndin gerir ekki athugasemd við breytinguna á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.
Nefndin gerir ekki athugasemd við breytinguna á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.
14.Sunnubraut 7. Umsókn um byggingarleyfi
1707018
Erindi frá Gunnari Tryggva Halldórssyni, sótt er um byggingarleyfi til að breyta helmingi af bílgeymslu að Sunnubraut 7 í íbúðarrými. Meðfylgjandi eru teikningar unnar af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt hjá Markstofu ehf. dags. 12. júlí 2017. Teikninganr. 1.01-1.03 í verki nr. ib-17-25.
Nefndin hafnar erindinu þar sem gildandi deiliskipulag heimilar ekki þessa breytingu sammkvæmt framlögðum gögnum.
15.Fyrirspurn. Nýtt iðnaðarhús við Húnabæ
1703022
Erindi frá Stefáni Pálssyni, vísað til bókunar á 30. fundi nefndarinnar. Athugun hefur leitt í ljós að hægt verður að leyfa stofnun nýrrar lóðar og byggingu á atvinnuhúsnæði á svæðinu að undangenginni minniháttar breytingu á aðalskipulagi og grendarkynningu. Stefán Pálson hefur samþykkt að bera kostnað af nauðsynlegri skipulagsgerð og grendarkynningu.
Nefndin samþykkir að taka erindið á dagskrá þar sem það var ekki í útsendum gögnum. Nefndi samþykkir að gera óverulega breytingu að aðalskipulagi Blönduósbæjar þannig að ný lóð verði á athafnasvæði við Húnabæ ásamt þeirri lóð sem fyrir er.
Fundi slitið - kl. 18:50.