Dagskrá
1.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga
2408023
Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulags Húnabyggðar.
Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur samþykkt að farið verði í gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið, sem hefur eftir sameiningu við Skagabyggð þann 1. ágúst 2024 þrjár aðalskipulagsáætlanir í gildi. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum þess að vinna við gerð nýrrar aðalskipulagsáætlunarinnar er hafin, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnum, samráði við hagsmunaðila, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.
Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur samþykkt að farið verði í gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið, sem hefur eftir sameiningu við Skagabyggð þann 1. ágúst 2024 þrjár aðalskipulagsáætlanir í gildi. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum þess að vinna við gerð nýrrar aðalskipulagsáætlunarinnar er hafin, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnum, samráði við hagsmunaðila, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.
Skipulags- og samgöngunefnd felur skipulagsfulltrúa að gera breytingu á skipulags- og matslýsingu í samræmi við umræður á fundinum.
2.Snjómokstursútboð í þéttbýli
2408022
Til kynningar og umræðu útboðsgögn fyrir snjómokstur í þéttbýli Húnabyggðar.
Nefndin fór yfir framlögð gögn og felur skipulags og- bygggingafulltrúa að vinna gögnin áfram og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
3.Fyrirspurn um hundasvæði
2408006
Til umræðu fyrirspurn frá íbúa varðandi möguleika á tilkomu afgirts hundasvæðis á Blönduósi.
Nefndin felur skipulags og- bygggingafulltrúa að kostnarmeta afgirt svæði og koma með tillögur að staðsetningu.
4.Umsókn RARIK ohf. eiganda hitaveitu Húnabyggðar, um framkvæmdaleyfi í landi Reykja L144780 og Reykja RARIK 3 L221434 vegna lagningar á nýrri stofnlögn hitaveitu.
2409001
Til afgreiðslu umsókn RARIK ohf. eiganda hitaveitu Húnabyggðar, um framkvæmdaleyfi í landi Reykja L144780 og Reykja RARIK 3 L221434 vegna lagningar á nýrri stofnlögn hitaveitu
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulags og-byggingafulltrúa að veita framkvæmdarleyfið.
Fundi slitið - kl. 16:15.