23. fundur 08. maí 2024 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Sævar Björgvinsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
Birgir Þór Haraldsson boðaði forföll og Sævar Björgvinsson kom í hans stað.

1.Umsókn um byggingarleyfi að Fálkagerði 1

2405000

Með rafrænni umsókn um byggingarleyfi dags. 24. apríl 2024 óskar Arnar Þór Jónsson fyrir hönd Borealis eftir byggingarleyfi fyrir tvö batteríshús samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin samþykkir umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn frá slökkviliðsstjóra og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

2.Umsókn um byggingarheimild vegna viðbyggingar fyrir 544m2 viðbyggingu við fjárhús (mhl 13).

2405001

Með innsendu erindi dags. 3. maí 2024 óskar Þorgils Magnússon fyrir hönd eiganda eftir byggingarheimild vegna viðbyggingar fyrir 544 m2 viðbyggingu við fjárhús (mhl 13) á Kornsá.
Nefndin samþykkir umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn frá slökkviliðsstjóra og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
ZAL vék af fundi undir þessum lið.

3.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 10C

2405002

Með innsendu erindi dags. 6. maí 2024 óska eigendur Brimslóðar 10C eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til að lögfræðiálit liggur fyrir er varðar ákvæði aðalskipulags svæði V8. Aukafundur verður haldin um leið og álit lögmanns liggur fyrir.
Zal kom aftur til fundar.

4.Nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins

2311413

Tekin til umfjöllunar tillaga að skipulagslýsingu fyrir nýtt Aðalskipulag Húnabyggðar sem unnin er af Landslagi.

Ómar Ívarsson frá Landslagi mætir á fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir greinargóða kynningu.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir aurvarnargarða í Vatnsdal.

2405015

Með innsendu erindi dags. 2. maí 2024 óskar Kristján Þorbjörnsson fyrir hönd veiðifélags Vatnsdalsár eftir framkvæmdarleyfi fyrir aurgarða við Steinkot samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

6.Tilkynningarskyld framkvæmda vegna utanhússklæðningar við Efstubraut 5, Blönduósi

2405016

Með innsenda erindi dags. 29. apríl 2024 óskar Guðmundur Haukur Jakobsson eftir leyfi til að klæða Efstubraut 5 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.

7.Umsókn um flutning 5 smáhýsa við Blöndubyggð 9.

2402002

Með innsendu erindi dags. 4. apríl 2024 óskar Finnur Ingi Hermannsson eftir leyfi til að flytja fimm smáhýsi sem standa við Blöndubyggð 9.
Nefndin felur byggingafulltrúa að veita umbeðið flutningsleyfi.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7

2404001F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?