22. fundur 03. apríl 2024 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Höskuldur Birgir Erlingsson boðaði forföll og í hans stað mætti Grímur Rúnar Lárusson

1.Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara.

2403017

Með innsendu erindi dags. 8. mars 2024 óskar Grétar Ómarsson fyrir hönd Mílu ehf eftir framkvæmdarleyfi til að leggja ljósleiðara í Melabraut, Urðarbraut, Hólabraut, Heiðarbraut Hlíðarbraut og Holtabraut

Áætlaður verktími eru 30-40 dagar og vonumst við til að hefja framkvæmdir í apríl eða um leið og frost fer úr jörðu.

Blástursrör (fjölpípur) verða grafnar eða plægðar niður samkvæmt verkblaði en víða er þörf á að grafa og plægja skurði og opna holur.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.

2.Yfirlýsing um landamerki milli Eiðsstaða og Eldjárnsstaða

2403002

Til umræðu yfirlýsing um landamerki milli Eiðsstaða og Eldjárnsstaða
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að byggingafulltrúa verði falið að ganga frá landamerkjalýsingunni.

3.Breyting á deiliskipulagi Miðholts.

2401002

Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Norðurlandsveg. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 3. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og Vegagerðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um lagfæringar á uppdrætti þar sem aðkoma verður færð um 50-100 m til suðurs til þess að koma til móts við athugasemd Vegagerðarinnar.

4.HB - Deiliskipulag við Blöndustöð

2311040

Til umræðu og afgreiðslu umsagnir vegna skipulagslýsingar deiliskipulags við Blöndustöð.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að skipulagsráðgjafa verði falið að vinna úr og taka tillit til innkominna umsagna við deiliskipulagsvinnuna.

5.HB- Ósk um breytingu á Aðalskipulag Húnavatnshrepps

2311039

Með innsendu erindi dags. 8. maí 2023 óskar Hlín Benediksdóttir fyrir hönd Landsnets eftir breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna Blöndulínu 3.

Afgreiðslu erindis var frestað 19.09.2023
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna legu Blöndulínu 3.

6.Umsókn um byggingarleyfi fyrir smáhýsi

2403023

Með innsendu erindi dags. 12.03.2024 óksar Emil Þór Guðmundsson eftir byggingarleyfi fyrir smáhýsi að Brandsstöðum 1 fyrir hönd Brandssaða ehf samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að eitt rými af þremur uppfylli algilda hönnun.

7.Umsókn um stöðuleyfi fyrir 5 gáma við Efstubraut 5

2403035

Með innsendu erildi dags. 25. mars 2024 óskar Jón Bjarnason fyrir hönd N1 píparans eftir stöðuleyfi fyrir fimm gáma við Efstubraut 5 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið stöðueyfi.

8.Umsók um byggingarheimild vegna iðnaðarhurðar á suðurstafn við Ægisbraut 1

2404041

Tekin fyrir umsókn frá Húnabyggð um byggingarheimild fyrir iðnaðarhurð á suður stafni við Ægisbraut 1.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið leyfi.

9.Erindisbréf

2211009

Til kynningar og uppfært erindisbréf vegna breytinga á nefndinni.
Lagt fram til kynningar og verður sett á dagskrá nefndarinnar á næsta fundi til staðfestingar.

10.Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga við Húnabraut 4

2404001

Með innsendu erindi dags. 27. mars 2024 óskar Þórður Karl Gunnarsson fyrir hönd Ámundakinnar ehf eftir byggingarleyfi vegna breyting við Húnabraut 4 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?