Dagskrá
Agnar Logi Eiríksson boðaði forföll og í hans stað mætti Grímur RúnarLárusson
1.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins
2311019
Tekin var fyrir skipulagslýsing vegna deiliskipulags gamla bæjarins. Þar er gerð grein fyrir viðfangsefnum skipulagsvinnunnar, áherslum sveitarstjórnar, helstu forsendum og fyrirhugðu skipulagsferli.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að gengið verði frá skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og áherslur nefnarinnar og hún lögð fyrir sveitarstjórn. Lýsingin verði síðan kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna fimm efnistökusvæða
2402037
Magnús Björnsson fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sem felur í sér að fimm ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
Ný efnistökusvæði eru: Nautabúsnáma (200.000 m3, gömul náma), Hjalli Syðri-Löngumýri (200.000 m3, ný náma), Leitiás (300.000 m3, gömul náma), Ás gengt Tindum ( 350.000 m3, ný náma) og Suðurás ( 200.000 m2, ný náma). Þá er lýsingu á efnistölusvæðinu Hnjúksnáma breytt og magn skilgreint sem 200.000 m3.
Ný efnistökusvæði eru: Nautabúsnáma (200.000 m3, gömul náma), Hjalli Syðri-Löngumýri (200.000 m3, ný náma), Leitiás (300.000 m3, gömul náma), Ás gengt Tindum ( 350.000 m3, ný náma) og Suðurás ( 200.000 m2, ný náma). Þá er lýsingu á efnistölusvæðinu Hnjúksnáma breytt og magn skilgreint sem 200.000 m3.
Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Nefndin fagnar fyrirhuguðum vegabótum í sveitarfélaginu, en óskar eftir frekari gögnum um fyrirhugaðar framkvæmdir og leyfi landeigenda.
Nefndin fagnar fyrirhuguðum vegabótum í sveitarfélaginu, en óskar eftir frekari gögnum um fyrirhugaðar framkvæmdir og leyfi landeigenda.
3.Reglur um snjómokstur í sveitarfélaginu
2301002
Á 54 fundi byggðarráðs þann 8. febrúar 2024 var skipulags-og byggingarnefnd falin endurskoðun á snjómokstursreglum Húnabyggðar.
Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna um snjómokstur í dreif-og þéttbýli sveitarfélagsins. Stefnt er að útboði á snjómokstri í sveitarfélaginu sem tæki gildi næstkomandi vetur.
4.Húnabyggð - Úthlutun lóða
2303035
Á 43. fundi byggðarráðs Húnabyggðar þann 9. nóvember 2023 var eftirfarandi bókan.
Umsókn um lóð við Flúðabakka
Sigurður Örn Ágústsson fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um lóð á Flúðabakka.
Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf. Vilyrði þetta gildir í þrjá mánuði.
Byggingaáform þarf að leggja fyrir Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar.
Umsókn um lóð við Flúðabakka
Sigurður Örn Ágústsson fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um lóð á Flúðabakka.
Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf. Vilyrði þetta gildir í þrjá mánuði.
Byggingaáform þarf að leggja fyrir Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar.
Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags-og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið samkvæmt 1. mgr. 55. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grennarkynningin skal ná til eftirtaldra aðila.
Flúðabakka 1,3 og 4.
Grennarkynningin skal ná til eftirtaldra aðila.
Flúðabakka 1,3 og 4.
5.Umsókn um byggingarleyfi vegna endurbóta
2402031
Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi frá Guðbjarti Ólafssyni fyrir hönd eigenda Hlíðarbrautar 15.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu.
Grenndarkynningin skál ná til eftirfarandi húseigenda:
Hlíðabraut 16,17 og 18.
Heiðarbraut 14.
Grenndarkynningin skál ná til eftirfarandi húseigenda:
Hlíðabraut 16,17 og 18.
Heiðarbraut 14.
Fundi slitið - kl. 18:00.