16. fundur 04. október 2023 kl. 16:00 - 18:15 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Maríanna Þorgrímsdóttir
Starfsmenn
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Börkur Þór Ottósson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Börkur Ottósson
Dagskrá
Sverrir Þór Sverrisson boðaði forföll og í hans stað mætti til fundar Maríanna Þorgrímsdóttir.

1.HB- Ósk um framkvæmdaleyfi á ljósleiðaralögn frá Húnaveri að sýslumörkum við Vatnshlíð á Vatnsskarði.

2309009

Með innsendu erindi dags. 8. september 2023 óskar Gunnar Magnús Jónsson fyrir hönd Mílu hf eftir framkvæmdarleyfi til lagningar á ljósleiðar frá Húnaveri að sýslumörkum við Vatnshlíð á Vatnsskarði. samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

2.Umsókn um lóðina Blöndubyggð 7

2310001

Með innsendu erindi dags. 27. september 2023 óskar Reynir Grétarsson fyrir hönd Gamla Bæjarins þróunarfélags ehf eftir lóðinni við Blöndubyggð 7 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Byggðarráð veitti vilyrði fyrir umræddri lóð á 38. fundi sínum þann 28. september 2023 í samræmi við grein 3.2 í úthlutunarreglum um byggingalóðir í Húnabyggð.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að þegar byggingarheimildar umsókn liggur fyrir verði áformin grenndarkynnt fyrir eftirfarandi lóðarhöfum.

Blöndubyggð 2,4,5,6 og 8.

3.Afmörkun lóða Árbraut 10-18 og Húnabrautar 11-19

2310003

Til kynningar vinna við endurnýjun lóðarleigusamninga við Árbraut og Húnabraut.
Vinna er hafin hjá starfsmönnum sveitarfélagsins við leiðréttingu á lóðarblöðum vegna afmörkunar lóða sem kemur meðal annars til vegna kröfu HMS um hnitsetta uppdrætti af 40 % af landi Húnabyggðar fyrir 01.01.2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Lóðamál

2310002

InfoCapital ehf. sækir um lóð á gatnamótum þjóðvegar 1 og Svínvetningabrautar.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Skipulags- og byggingarnefndar til frekari vinnslu þar sem svæðið er skipulagt sem skrúðgarður og útivistarsvæði til sérstakra nota á gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að boða forsvarmenn til fundar um nánari útfærslu.
Jafnframt bendir nefndin á þegar skipulagðar lóðir við Hnjúkabyggð.

5.Hreinsunarátak í Húnabyggð 2023

2310004

Hreinsunarátak í Húnabyggð 2023.
Skipulags- og byggingafulltrúi gerði grein fyrir vettvangsferð í Húnabyggð. Þar má meðal annars finna mikinn fjölda gáma og annað lausafé sem ekki hefur verið veitt stöðuleyfi.
Nefndin felur byggingafulltrúa að vinna áfram með málið og innheimt verði stöðuleyfi samkvæmt gjaldskrá eða viðkomandi lausafé fjarlægt.


Zophonías Ari vék af fundi undir þessum lið kl. 17:43

6.HB- Umsókn um stöðuleyfi fyrir 6 feta gám við Brimslóð 10C

2309010

Með innsendu erindi dags. 18. september 2023 óska eigendur Brimslóðar ehf eftir stöðuleyfi fyrir 6 feta gámi við Brimslóð 10C vegna endurbóta í einn mánuð
Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki samþykkt umbeðna staðsetningu gámsins, en heimilar umsækjanda að staðsetja gáminn vestan við Brimslóð 10C.
Zophonias Ari kom aftur inn á fundinn kl. 17:48

7.Afgreiðslufundur byggingafulltrúa - 3

2309001F

Til kynningar 3. afgreiðslufundur byggingafulltrúa frá 04. október 2023.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?