Dagskrá
1.HB - Umsögn um endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar.
2306003
Borgarbyggð óskar eftir umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037, nr. 0242/2023.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gera engar athugasemdir við endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
2.HB - Reglur varðandi breytingar á innkeyrslum.
2306004
Lögð eru fram drög að reglum um breytingar á innkeyrslum.
Skipulag- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglur varðandi breytingar á innkeyrslum.
3.HB - Holtavörðuheiðarlína 3, umsagnarbeiðni.
2306006
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn vegna matskýrslu Holtavörðuheiðarlínu 3.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um frestun umsagnar á matskýrslu til Skipulagsstofnunar vegna umfangs og sumarfría nefndarfólks.
4.HB - Grímstunga, umsókn um skógrækt.
2307003
Oddur Ingimarsson ehf sækir um að hefja skógrækt í landi Grímstungu Vatnsdal nú í haust Gert er ráð fyrir að girða um 30 h.a. svæði og hefja skógrækt á svæðinu nú í haust með gróðursetningu 5 þús. lerki plantna nú í haust.
Þá teljum við að svæðið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitafélagsins en leyfilegt er að stunda skógrækt á landbúnaðarsvæði sé ekkert því til fyrirstöðu.
Grímstungujörðin er talin vera um 3000 h.a. en sótt er um leyfi vegna áformaðarar 160 h.a. skógræktar í landi Grímstungu.
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur hefur framkvæmt athugun á svæðinu með
tilliti til fornminja og hefur athugun hans verið send Minjastofnun til meðferðar.
Johan Holst sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins hefur verið til ráðgjafar vegna þessara áforma. Nánari lega skógræktarsvæðisins kann að breytast lítillega eftir því hvar girðingastæðið er heppilegast, en vísað er til skýrslu Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings varðandi staðsetningu svæðisins.
Þá teljum við að svæðið sé í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitafélagsins en leyfilegt er að stunda skógrækt á landbúnaðarsvæði sé ekkert því til fyrirstöðu.
Grímstungujörðin er talin vera um 3000 h.a. en sótt er um leyfi vegna áformaðarar 160 h.a. skógræktar í landi Grímstungu.
Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur hefur framkvæmt athugun á svæðinu með
tilliti til fornminja og hefur athugun hans verið send Minjastofnun til meðferðar.
Johan Holst sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins hefur verið til ráðgjafar vegna þessara áforma. Nánari lega skógræktarsvæðisins kann að breytast lítillega eftir því hvar girðingastæðið er heppilegast, en vísað er til skýrslu Guðmundar Ólafssonar fornleifafræðings varðandi staðsetningu svæðisins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila skógrækt í landi Grímstungu.
5.HB - Miðholt 2, umsókn um lóð.
2307002
Lekta ehf sækir um lóð á Miðholti 2.
Umsókn lóðar samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulegar breytingar á deiliskipulagi við Norðurlandsveg á lóð Miðholts 2 áður en að lóð verði úthlutað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Lagt fram til kynningar fundargerð nr. 1 frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dagsettur þann 4. júlí 2023.
Fundi slitið - kl. 17:00.