10. fundur 05. apríl 2023 kl. 09:00 - 12:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varamaður
  • Grímur Rúnar Lárusson
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrsidóttir embættismaður
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá
Formaður leggur til að bæta við lið 8, nefndin samþykkir.
ZAL vék af fundi undir liðum 7 og 8.

1.HB - Þverárfjallsvegur, breytingar á framkvæmd.

2304001

Vegagerðin óskar eftir breytingu á framkvæmdarleyfi á Þverárfjallsvegi.

Breytingin er eftirfarandi:



Núverandi Neðribyggðarvegur á milli núverandi Skagastrandarvegar og nýs Þverárfjallsvegar (fram hjá Enni) verður styrktur og settur á hann bundið slitlag (um 1080 m)

Núverandi Skagavegur á milli Neðribyggðarvegar og Hringvegar verður fjarlægður.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingu á framkvæmdarleyfi.

2.HB - Neðri-Mýrarnáma, umsókn um framkvæmdarleyfi.

2303009

Króksverk ehf sækir um framkvæmdaleyfi til 31.12.2037, til allt að 75.000 m3 efnistöku og efnisvinnslu úr opinni námu í landi Neðri-Mýra L145439.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og efnisvinnslu í landi Neðri-Mýra.

3.HB - Húnabraut 22, umsókn um sameining á mhl.

2303016

Einar Ágúst Evensen sækir um að sameina F2136977 og F2136978 á eign sinni Húnabraut 22, svo að eignin verði skráð F2136977 og mhl 01 og 02.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirhugaðar breytingu á skráningu Húnabrautar 22 og fela byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

4.HB - Húnabraut 22, umsókn um byggingarheimild/niðurrif.

2303015

Einar Ágúst Evensen sækir um byggingarheimild fyrir 67,3 m² bílskúr á Húnabraut 22 L144988, og niðurrifi á núverandi bílskúr F2136777 mhl 02.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir á Húnabraut 22, fyrir Húnabraut 24 og Mýrarbraut 15 og 17 og fela byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

5.HB - Svínadalur austur og Laxárvatn, strenglagnir.

2303017

Kynning.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að áætlað leiðarval með 11kV jarðstreng inn í þéttbýli sé ekki vænlegasti kosturinn. Nefndin telur heppilegra að fara með strenginn meðfram Svínvetningabraut alla leið niður í þéttbýli. Sú leið er ekki bara styttri heldur einnig heppilegri upp á framtíðarmöguleika hleðslustöðva beggja vegna Blöndu.

6.HB - Húnabraut 4, umsókn um framkvæmdaleyfi.

2303020

Rarik ohf, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu á háspennustreng frá Holtabraut að væntanlegri spennistöð við Húnabraut 4.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn um framkvæmdarleyfi og vísar til bókunar þann 2.11.2022 þar sem lagt var til að staðsetning á spennistöð yrði norðan við Melabraut 2 í samráði við skipulagsfulltrúa.

7.HB - Brimslóð, erindi vegna framkvæmda á Aðalgötu 6.

2303019

Erindi lagt fram til kynningar.
Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gisli Egill Hrafnsson mættu á fundinn og komu sínum sjónarmiðum á framfæri.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar þeim fyrir greinargóðar skýringar. Umræður um málefni svæðisins voru ræddar á breiðum grundvelli og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

8.HB - Brimslóð 10C, umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á geymslu.

2303004

Brimslóð ehf, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á Brimslóð 10C L145181.

Málið var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar þann 08.03.2023.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila aukið byggingarmagn á byggingarleyfi þar sem er um óveruleg frávik að ræða. Hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Umsóknin er í samræmi við bygggingarleyfi sem var grenndarkynnt hagsmunaaðilum 4 maí 2022 skv. 1 málsgrein 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á auglýstum tíma. Skal hæð mænisás og lengd byggingar vera í samræmi við framangreinda grenndarkynningu. Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.


Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?