6. fundur 07. desember 2022 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Agnar Logi Eiríksson
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrsidóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.HB- Lækjardalur - umsókn um stofnun lögbýlis.

2211005

Angela Berthold óskar eftir umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis í Lækjardal lnr. 1454141. Áform eru um skógrækt á jörðinni.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja stofnun lögbýlis á Lækjardal Lnr. 1454141

2.HB- Geithamrar, umsókn um stofnun lóðar.

2211006

Þóroddur B. Þorsteinsson og Þorsteinn Þorsteinsson, þinglýstir eigendur jarðarinnar Geithamrar, landnúmer 145291 óska hér með eftir heimild til að stofna 4.056,5 m2 (0,4 ha) lóð úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 70550101 útg. 7. nóvember 2022. Afstöðuuppdráttur var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt lóð fá skilgreiningu sem íbúðarhúsalóð(10). Stofnuð lóð fær heitið Geithamar 2.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar Geithamrar 2.

3.HB- Geithamrar land, umsókn um staðfestingu stærðar á lóð.

2211007

Kristín Áslaug Þorsteinsdóttir þinglýstur eigandi íbúðarhúsalóðarinnar Geithamrar land, (landnr. 177428) óskar eftir staðfestingu á hnitsetningu á ytri merkjum lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70550101 útg. dags. 7.nóvember 2022 sem unnin var af Ínu Björk Ársælsdóttur hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja staðfestingu á hnitsetningu ytri merkja lóðar Geithamrar land.

4.HB- Brekkukot, umsókn um byggingarleyfi.

2211009

Magdalena Margrét Einarsdóttir og Pétur Snær Sæmundsson sækja um byggingarleyfi fyrir 3 gistihúsum að stærð 34,4 m2 á Brekkukotstúni 6 lnr. 233943.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirhuguð byggingaráform gistihúsa á Brekkukotstúni og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

5.HB- Eldjárnsstaðir, umsókn um stofnun lóðar.

2212001

Jósef Már Jónsson Smith sækir um stofnun lóðar úr Eldjárnsstöðum, lnr. 145289, samkvæmt uppdrætti gerðum af Skúla Hún Hilmarssyni dags. 2. desember 2022. Stofnuð lóð fær heitið Eldjárnsstaðir 2.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðar á Eldjárnsstöðum 2.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?