5. fundur 02. nóvember 2022 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson
  • Þórdís Erla Björnsdóttir
  • Edda Brynleifsdóttir
  • Agnar Logi Eiríksson
Starfsmenn
  • Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi
  • Elísa Ýr Sverrsidóttir embættismaður
  • Þorgils Magnússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Elísa Ýr Sverrisdóttir
Dagskrá

1.HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Hraunin.

2210020

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Hraunin og er 65 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 21.10.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Hraunin.

2.HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Forsæludalskvíslar.

2210019

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Forsæludalskvísl og er 158 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 13.10.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Forsæludalskvíslar.

3.HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, landsvæði sunnan Grímstunguheiðar.

2210018

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Landsvæði sunnan Grímstunguheiðar og er 125 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 13.10.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Landsvæði sunnan Grímstunguheiðar.

4.HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Lambatungur.

2210017

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Lambatungur og er 61,5 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 13.10.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Lambatungur.

5.HB- umsókn um stofnun þjóðlendu, Austurheiði.

2210016

Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Austurheiði og er 7 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 21.10.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun þjóðlendunnar Austurheiði.

6.HB- Nautabú, umsókn um sameiningu landeigna og stofnun nýrrar lóðar.

2210022

Birgir Þór Haraldsson og Harpa Birgisdóttir þinglýstir

eigendur sumarbústaðalandsins Nautabú lóð 1, landnr. 218031 og jarðarinnar Nautabús, landnr. 144691

óskum eftir heimild til að sameina sumarbústaðalandið, upprunajörðinni Nautabú lnr. 144691 undir

landnúmerinu 144691 skv. afstöðuuppdrætti sem unnin er af Ínu Björk Ársælsdóttur hjá Stoð ehf dagsettum 28.10.2022. Á sama tíma er Óskar eftir að stofna nýja lóð á jörðinni sem fær Nafnið Nautabú 2 og er 3,1 ha að stærð.
BÞH vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir sameiningu lóða Nautabús og Nautabús lóð 1 og einnig stofnun nýrrar lóðar Nautabú 2.

7.HB - Norðurlandsvegur; deiliskipulag

2210003

Deiliskipulagstillaga af Norðurlandsvegi lagt fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitastjórn að auglýsa skipulagstillöguna sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.HB - Blöndubyggð; umsókn um lóð

2211001

Erindi frá Davíð Kr. Guðmundssyni. Umsókn um lóðina sem áður var Blöndubyggð 13. Umsækjandi hyggst nýta lóðina til að dreifa úr þeim bústöðum sem fyrir eru á Blöndubyggð 9 og einnig að bæta við einhverjum húsum. Megin áherslan er að fegra umhvefið kringum bústaðina, gera byggðina fallegri, ásamt því að bæta upplifun gesta og bæta úrvalið. Erindið var áður á dagskrá hjá skipulagsnefnd Blönduósbæjar 23. maí síðastliðinn og hjá byggðarráði Blönduósbæjar 24. maí síðastliðin þar sem umsækjandi fékk vilirði fyrir lóðinni. Meðfylgjanid eru frekari gögn.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að framkomnar hugmyndir verði settar inn í deiliskipulagstillöguna sem er í vinnslu.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við byggðarráð að úthluta umsækjanda lóðinni og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með umsækjanda.

9.HB-Rarik-lóð fyrir dreifistöð

2209004

Rarik leggur fyrir nefndina tillögur að staðsetningu á rafhleðslustöð sem fyrirhugað er að setja upp við Húnabraut.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skoðað verði staðsetning að norðanverðu Melabrautar 2 fyrir rafhleðslusöðvar í samráði við skipulagsfulltrúa.

10.Fálkagerði 1; umsókn um stöðuleyfi

2211002

Erindi frá lóðarhafa sem á og rekur gagnaver við Fálkagerði 1, sækir um stöðuleyfi fyrir níu 20 feta gáma. Um er að ræða 4 gáma sem koma til með að hýsa tölvur, 4 gáma sem hýsa kælikerfi, 1 gámur sem hýsir rafmagnsbúnað og 2 rafmagnsspenna.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?