Dagskrá
1.Erindisbréf
2211009
Erindisbréf Öldungaráðs Húnabyggðar
Erindisbréf er enn til vinnslu. Öldungaráð áréttar mikilvægi þess að ljúka þeirri vinnu sem fyrst.
2.Reglur um akstur eldri borgara
2301019
Akstur eldri borgara
Akstursreglur eru enn í vinnslu hjá sveitarfélaginu. Stefnt er að því að efnislegri afgreiðslu reglnanna í Byggðarráði þann 4. apríl n.k.
3.Dagvist-dagdeild aldraðra
2303036
Dagvist - dagdeild fyrir aldraða
Helga Margrét Jóhannesdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, kynnti stöðu mála. Samkvæmt Helgu Margréti er laust rými á fjórðu hæð fyrir starfsemina. Öldungaráð óskar eftir því að málið verði tekið upp á næsta fundi Byggðarráðs. Ásdís og Helga Margrét setja saman greinagerð sem lögð verður fyrir fundinn.
4.Húsnæðismál eldra fólks
2303037
Húsnæðismál eldra fólks
Ásgerður Pálsdóttir, hóf umræðu um málið og vísaði í áhersluatriði eldra fólks í sveitarfélaginu fyrir sveitarstjórnarkosnaningar s.l. vor. Þar segir m.a. að í skipulagsmálum verður að gera kröfu um að hluti byggingasvæða verði ætlaður fyrir félagslegar íbúðir og leiguíbúðir fyrir eldra fólk og eðlilegt að sveitarstjórnir hlutist til um byggingu leiguíbúða fyrir eldra fólk á viðráðanlegu leiguverði. Mikilvægt að endurskoða reglur um húsnæðisbætur.
Umræður urðu um málið og vill Öldungaráð beina því sveitarstjórnar Húnabyggðar að vinna að framgangi málsins.
Umræður urðu um málið og vill Öldungaráð beina því sveitarstjórnar Húnabyggðar að vinna að framgangi málsins.
5.Öldungaráð - Starf ráðsins
2301017
Stefnumótun í málefnum aldraðra
Fjölmörg tækifæri til stefnumótunar liggja fyrir í nýju sveitarfélagi. Formaður ráðsins leggur til að stofnaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að vinna að stefnumótun í málefnum aldraðra í Húnabyggð með það að markmiði að efla lífsgæði fólks með bættri þjónustu, aukinni umræðu og meiri samfélagsþátttöku eldri borgara.
Lagt er til að starfshópinn skipi 4 fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins þ.e. frá HSN, Félagi eldri borgara í Húnabyggð og Félags- og skólaþjónustu. Þá er lagt til að öldungaráð skipi sér einn fulltrúa sem jafnframt boðar fyrsta fund hans.
Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshóp til stefnumótunar í málefnum aldraðra:
Fyrir HSN: Helga Margrét Jóhannesdóttir
Fyrir Félags- og skólaþjónustu bs.: Ásta Þórisdóttir
Fyrir Félag eldri borgara í Húnabyggð: Ásgerður Pálsdóttir
Fyrir Öldungaráð: Ásdís Ýr Arnardóttir
Starfshópurinn mun vinna náið með Öldungaráði og stefnt er að því að ljúka drögum að stefnumótun í málefnum aldraðra í september 2023, til afgreiðslu innan stofnanna og sveitarfélags.
Lagt er til að starfshópinn skipi 4 fulltrúar, einn frá hverjum hópi hagaðila ráðsins þ.e. frá HSN, Félagi eldri borgara í Húnabyggð og Félags- og skólaþjónustu. Þá er lagt til að öldungaráð skipi sér einn fulltrúa sem jafnframt boðar fyrsta fund hans.
Eftirfarandi aðilar eru tilnefndir í starfshóp til stefnumótunar í málefnum aldraðra:
Fyrir HSN: Helga Margrét Jóhannesdóttir
Fyrir Félags- og skólaþjónustu bs.: Ásta Þórisdóttir
Fyrir Félag eldri borgara í Húnabyggð: Ásgerður Pálsdóttir
Fyrir Öldungaráð: Ásdís Ýr Arnardóttir
Starfshópurinn mun vinna náið með Öldungaráði og stefnt er að því að ljúka drögum að stefnumótun í málefnum aldraðra í september 2023, til afgreiðslu innan stofnanna og sveitarfélags.
6.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Ekkert var bókað undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 11:00.