Dagskrá
1.Kosning formanns / ritara
1510068
2.Samþykkt fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar
1510069
Lagðar voru fram samþykktir Öldungaráðs.
3.Starf Öldungaráðs
1510070
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að setja í fjárhagsáætlun fjármuni skv. umsóknum sem sendar voru af félagi eldri borgara varðandi viðhald á púttvelli og greiðslu húsaleigu í Fróðahúsinu. Rætt var um akstur fyrir eldri borgara. Rætt var að kanna þyrfti áhuga á námskeiðshaldi fyrir eldri borgara í tölvunotkun. Rætt var um að meiri fjölbreytni vanti í skipulagt tómstundastarf eldri borgara sem haldið er tvisvar í viku.
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að kanna hvort hægt sé að fá húsnæði undir smíðaiðju í tengslum við tómstundastarf eldri borgara. E.t.v. er hægt að koma því fyrir þar sem áður var rannsóknastofa á 2. hæð sjúkrahússins.
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar og stjórnar félags eldri borgara að skipuleggja aukna akstursþjónustu fyrir ýmsa viðburði í sveitarfélaginu.
Öldungaráð stefnir að því að funda aftur fljótlega og fá þá fulltrúa frá Rauða krossinum til skrafs og ráðagerða um samstarf.
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að kanna hvort hægt sé að fá húsnæði undir smíðaiðju í tengslum við tómstundastarf eldri borgara. E.t.v. er hægt að koma því fyrir þar sem áður var rannsóknastofa á 2. hæð sjúkrahússins.
Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar og stjórnar félags eldri borgara að skipuleggja aukna akstursþjónustu fyrir ýmsa viðburði í sveitarfélaginu.
Öldungaráð stefnir að því að funda aftur fljótlega og fá þá fulltrúa frá Rauða krossinum til skrafs og ráðagerða um samstarf.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Fram kom tillaga um að Sigurjón Guðmundsson yrði ritari Öldungaráðs. Tillagan borin undir atkvæði og var samþykkt með 3 atkvæðum.