1. fundur 29. október 2015 kl. 17:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Sigurjón Guðmundsson aðalmaður
  • Bóthildur Halldórsdóttir aðalmaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir
Dagskrá

1.Kosning formanns / ritara

1510068

Sveitarstjórn kaus Önnu Margréti Jónsdóttir sem formann Öldungaráðs.



Fram kom tillaga um að Sigurjón Guðmundsson yrði ritari Öldungaráðs. Tillagan borin undir atkvæði og var samþykkt með 3 atkvæðum.

2.Samþykkt fyrir Öldungaráð Blönduósbæjar

1510069

Lagðar voru fram samþykktir Öldungaráðs.

3.Starf Öldungaráðs

1510070

Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að setja í fjárhagsáætlun fjármuni skv. umsóknum sem sendar voru af félagi eldri borgara varðandi viðhald á púttvelli og greiðslu húsaleigu í Fróðahúsinu. Rætt var um akstur fyrir eldri borgara. Rætt var að kanna þyrfti áhuga á námskeiðshaldi fyrir eldri borgara í tölvunotkun. Rætt var um að meiri fjölbreytni vanti í skipulagt tómstundastarf eldri borgara sem haldið er tvisvar í viku.



Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að kanna hvort hægt sé að fá húsnæði undir smíðaiðju í tengslum við tómstundastarf eldri borgara. E.t.v. er hægt að koma því fyrir þar sem áður var rannsóknastofa á 2. hæð sjúkrahússins.



Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar og stjórnar félags eldri borgara að skipuleggja aukna akstursþjónustu fyrir ýmsa viðburði í sveitarfélaginu.



Öldungaráð stefnir að því að funda aftur fljótlega og fá þá fulltrúa frá Rauða krossinum til skrafs og ráðagerða um samstarf.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?