21. fundur 12. apríl 2021 kl. 15:30 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Svanur Ingi Björnsson varaformaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Tr. Halldórsson varamaður
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Menningar-,íþrótta- og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar

2008010

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir greinir frá verkefnum fyrstu mánuði í starfi
Nefndin býður Kristínu Ingibjörgu, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa velkomna á sinn fyrsta formlega nefndarfund og óskar henni velfarnaðar í starfi. Nefndin er spennt fyrir þessu framfaraskrefi í stjórnsýslu Blönduósbæjar og fyrir samfélagið í heild sinni og hlakkar til samstarfsins með Kristínu. Kristín Ingibjörg fór svo yfir helstu verkefnin sem unnið hefur verið að síðan á áramótum.

2.Skjólið

2001029

Farið verður yfir málefni Skjólsins
Kristín Ingibjörg, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins. Mikið og gott starf hefur verið unnið í starfsemi Skjólsins undanfarið og er nefndin ánægð að sjá og heyra umbæturnar sem hefur verið náð fram. Kristín Ingibjörg vakti sérstaka athygli á ástandi á húsnæði Skjólsins sem að er verulega ábótavant. Nefndin vill leggja áherslu á hversu mikilvægt það er að aðstaða félagsmiðstöðvarinnar sé viðunnandi fyrir starfsemina. Brýnt er að finna hentuga tímabunda lausn á húsnæðisvanda Skjólsins og hvetur sveitarstjórn til þess að leggja áherslu á þetta málefni.

3.Ungbarnaleikvöllur

2104017

Ungbarnaleikvöllur á Blönduósi
Ungbarnaleikvöllur er efst á verkefnalista nefndarinnar að þessu sinni og er verið að vinna í því að finna leikvellinum staðsetningu innan bæjarfélagsins og velja leiktæki. Nefndin ræddi mögulegar staðsetningar fyrir leikvöllinn og fór yfir leiktækjalista. Nefndin felur formanni og Menningar,- íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna betur að málinu

4.Íslenska frisbígolfsambandið

2006009

Frísbígolfvöllur á Blönduósi
Kristín kynnir stöðu verkefnisins og mögulegar staðsetningar fyrir nefndinni. Nefndin telur Frisbígolfvöll vera frábæra viðbót við tómstundaafþreyingu Blönduósbæjar og hvetur íbúa til þess að nýta sér völlinn vel þegar að uppsetningu er lokið í fyrri hluta sumars.

5.Sumarstarf Blönduósbæjar

2104018

Til umfjöllunar er sumarstarf - leikjanámskeið Blönduósbæjar sumarið 2021
Kristín Ingibjörg, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála og hugmyndir varðandi sumarstarf Blönduósbæjar. Illa gengur að manna starf umsjónarmanns sumarnámskeiðs. Nefndin vill leggja áherslu á að meira fjármagn verði sett í málaflokkinn til þess að hægt sé að standa vel að sumarnámskeiði Blönduósbæjar og mögulega að hægt sé að auka úrval af tómstundum fyrir breiðari aldurshóp barna yfir sumartímann.

6.UMFí - Vertu með

2104019

Erindi frá UMFÍ og ÍSÍ. Upplýsingar um bækling til foreldra um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi
Erindi beint til Menningar,- íþrótta- og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar til áframhaldandi úrvinnslu

7.Menningar,- tómstundar, og íþróttanefnd - Almenn nefndarstörf

2008012

Ábending frá Menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd
Nefndin vill koma nokkrum ábendingum á framfæri við sveitarstjórn og sveitarstjóra. Fjölda ruslatunna er verulega ábótavant innan bæjarfélagsins en það er mikilvægt að hafa þær með reglulegu millibili til að halda bænum snyrtilegum. Annað atriði er viðhald og myndun göngustíga bæjarfélagsins. En það er einmitt mikilvægt á tímum sem þessum að stuðla að hreyfingu íbúa með því að hafa gott viðhald og aðgengi að gönguleiðum og stígum. Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að leggja áherslu á góðu viðhaldi á göngustígum Blönduósbæjar. Í þriðja lagi vill nefndin taka undur með fyrri bókunum frá Skipulags-, umhverfis- og umferðanefnd og myndi endilega vilja sjá gönguleiðir og hjólreiðastíga kortlagða og aðgengilega fyrir bæði heimamenn og ferðalanga sem eiga leið um Blönduósbæ. Það myndi bæði stuðla að frekari hreyfingu heimamanna og vera góð afþreying fyrir þá sem að heimsækja bæjarfélagið.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?