16. fundur 12. september 2019 kl. 16:00 - 17:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
  • Rannveig Rós Bjarnadóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson varamaður
  • Heimir Hrafn Garðarsson varamaður
Fundargerð ritaði: Arnrún Bára Finnsdóttir formaður
Dagskrá

1.Almenn málefni

1809018

Almenn málefni
Umræður sköpuðust um málefni tengd nefndinni.

2.Leikjarnámskeið á Blönduósi

1904021

Leikjarnámskeið á Blönduósi
Nefndin tók á móti Snjólaugu Maríu Jónsdóttur og Huldu Birnu Vignisdóttur og var farið yfir leikjanámskeiðið sem að stóð yfir í sumar. Rætt var um hvernig er hægt að standa betur að námskeiðinu, hvað tókst vel og hvað ekki. Auk þess voru vangaveltur um hvernig væri hægt að þróa starfið til hins betra á komandi árum. Nefndin vill leggja áherslu á að vel sé staðið að leikjanámskeiðinu og þróun þess.

3.Almenn fundarstarfsemi: umræður og vangaveltur um starf nefndarinnar

1809002

Áherslur nefndarinnar fyrir fjárhagsáætlunargerð
Nefndin óskar eftir því að fá sérstaka fjárveitingu til verkefna nefndarinnar sem ráðstafað verður í þau málefni sem talin eru mikilvæg hverju sinni.

Að gengið verði í þróun starfs og ráðningu Tómstunda-og íþróttafulltrúa Blönduósbæjar.
Að unnið verði í þróun Leikjanámskeiðs Blönduósbæjar sem stendur yfir sumartímann til dæmis með auknu fjármagni og vinnu.
Skjólið/Frístundaheimili. Að lögð verði áhersla á að bæta og efla aðstöðu og starf Skjólsins og stuðla að því að Frístundaheimili Blönduósbæjar verði að veruleika.
Að sett verði fjármagn í að koma upp ungbarnaleikvelli eða leikvelli sem að hentar yngri börnum samfélagsins á opnu svæði innan bæjarins.
Að Blönduósbær taki skref í átt að Heilsueflandi samfélagi.
Að lagt verði fjármagn í endurbætur og fjölgun göngustíga í og við Blönduósbæ til þess að stuðla að og efla heilbrigði og útivist bæjarbúa.
Húnavaka. Að haldið verði áfram að betrumbæta og styrkja bæjarhátíð Blönduósbæjar.
17.júní. Að lögð sé áhersla á að viðhalda hátíðarhöldum á þessum degi.

4.Hlutverk frístundaheimila

1909016

Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðuneyti er varðar hlutverk frístundaheimila
Farið var yfir nýjar viðmiðunarreglur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðuneyti er varðar hlutverk frístundaheimila. Hulda Birna fór yfir stöðu og starfsemi frístundaheimilisins.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?