Dagskrá
1.Almenn málefni
1809018
2.Ungmennaráð
1811002
Nefndin leggur til að ungmennaráð samanstandi af þremur aðilum af unglingastigi og tveimur aðilum úr dreifnámi. Nefndin vill koma ungmennaráðinu á laggirnar sem fyrst.
3.Mennta- og menningarmálaráðuneytið - starfsskýrsla um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi
1809004
Erindi lagt fram til kynningar á fundinum. Nefndin tekur undir mikilægi þess að sveitarfélagið standi vel að þessum málum.
Fundi slitið - kl. 17:55.
Nefndin hefur mikinn áhuga á að Félagsmiðstöðin fari á nýjan stað, með betra aðgengi fyrir hreyfihamlaða einstaklinga, sem að hafi í sér fleiri notkunarmöguleika fyrir samfélagið í heild sinni, sbr. frístundahús. Núverandi húsnæði er verulega óhentugt, ábótavant og þarfnast mikilla lagfæringa til að vera í góðu standi. Einnig er Félagsmiðstöðin staðsett í sama húsnæði og Félagsheimili bæjarins sem hefur skemmtanaleyfi og starfsemi þeirra fer ekki saman. Þannig verði aðstaða barna og unglinga bætt í Félagsmiðstöðinni til muna, m.t.t. forvarnargildis og í góðu samstarfi við hagsmunaaðila. Einnig verði unnið að því að efla tómstundastarf allra íbúa Blönduósbæjar með þessum breytingum. Skólastjórnendur eru sammála nefndinni um að húsnæði Félasmiðstöðvarinnar sé ábótavant og skoða þurfi möguleika í kringum það. Mikil umræða skapaðist um Félagsmiðstöðina og starfsemi hennar. Nefndin mun boða forstöðumann Félagsmiðstöðvarinnar á fund sinn.
Skólastjórnendur leggja áherslu á endurbætur á húsnæði skóladagheimilisins, sem er sprungið utan af sér. Taka verður tillit til fólksfjölgunar í þeim málum. Nefndin tekur undir þessa umræðu og leggur til að farið verði í að skoða möguleika og úrbætur í kringum það.