7. fundur 06. júní 2023 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Jón Árni Magnússon formaður
  • Halldór Skagfjörð Jónsson varaformaður
  • Þuríður Hermannsdóttir ritari
  • Sigþrúður Friðriksdóttir varamaður
    Aðalmaður: Sara Björk Þorsteinsdóttir
  • Jón Gíslason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Fundinn sátu fjallskilastjórarnir fjórir: Anna Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Halldórsson, Helgi Páll Gíslason og Hilmar Smári Birgisson

1.Girðingamál í heiðarlöndum sveitarfélagsins

2211022

Girðingamál
Pétur Arason fór yfir stöðu mála hvað varðar girðingamál og þær hugmyndir að sem hafa verið ræddar á fundum landbúnaðarnefndar og með fjallskilanefndum og fjallskilastjórum. Búið er að kortleggja þær girðingar sem þarf að fara með nú í vor og sumar.

Jón Gíslason lagði fram eftirfarandi tillögu:
Landbúnaðarnefnd telur að ákvörðun sveitarstjórans ,að ráða ekki aðila til að sjá um viðhald afréttargirðinga nú í sumar heldur ætla eingöngu starfsmönnum sveitarfélagsins að sinna því meðfram öðrum störfum sé óábyrg og verði að öllum líkindum til þess að girðingar sem aðskilja byggð og afréttir verði ekki fjárheldar þegar fé fer á afrétt.
Því telur landbúnaðarnefnd nauðsynlegt að bregðast við með því að reyna til þrautar að ráða menn til starfa nú þegar til girðingar viðhalds , jafnframt því að leita eftir því við landeigendur sem lönd eiga að afréttar girðingum að taka að sér girðingarviðhald fyrir sínum löndum.



Tillagan borin upp, samþykkir henni voru tveir (JG-SF) á móti voru tveir (JÁM HSJ) og einn sat hjá (ÞH) og er hún því felld á jöfnu.

Sveitarstjóri lagði eftirfarandi fram:
Girðingamál hafa verið reglulega á dagskrá frá því að fastanefndir tóku til starfa síðasta haust. Á fundum landbúnaðarnefndar og fjallskilanefnda hefur ítrekað verið rætt um girðingamál ekki síst vegna óánægju fjallskilastjóra Auðkúluheiðar og fjallskilastjóra Grímstungu- og Haukagilsheiða með ástand girðinga í göngum síðasta haust. Lekar girðingar kostuðu tafir og aukavinnu beggja fjallskiladeilda í göngum og sköpuðu töluverða óánægju þeirra sem sinntu smalamennsku. Sömuleiðis hafa á fundum í vetur verið reyfaðar ýmsar hugmyndir um framtíðaruppbyggingu þessa málaflokks þar sem útséð er að sameining sveitarfélagsins kallar á endurskipulagningu girðingamála. Tvö dæmi um nýjar hugmyndir eru girðingamál á Laxárdal og Þvérárfjalli og þvergirðing yfir hálendi sveitarfélagsins. Þá hefur lausaganga búfjár einnig verið mikið rætt og sú staðreynd að Vegagerðin fjármagnar ekki girðingarvinnu meðfram þjóðveginum í okkar sveitarfélagi. Síðan er ljóst að þau gögn sem notuð hafa verið til að bjóða út girðingavinnu eru engan vegin fullnægjandi og skilgreina t.d. ekki legu girðinga, lengd þeirra né ástand. Eins eru ekki til neinar gjaldskrár sem styðjast má við í útboði. Ítrekað hefur verið leitað eftir frekari upplýsingum sem ekki hafa fengist og því einsýnt að hefðbundið útboð var ekki mögulegt. Sveitarfélagið verður því að taka að sér það verkefni að kortleggja allar girðingar sem halda þarf við og skrásetja nauðsynlegar upplýsingar um þær sem síðan verða notaðar til að gera útboð mögulegt. Sveitarfélagið mun tryggja að farið verði yfir allar girðingar eins og venjulega, enda viðhald girðinga á fjárhaldsáætlun og notar til þess starfsmenn sveitarfélagsins, verktaka og bændur eftir atvikum.

Jón Árni Magnússon lagði fram eftirfarandi tillögu:
Landbúnaðarnefnd leggur áherslu á að gengið sé hratt og örugglega til verks á næstu dögum, nefndin leggur áherslu á að sveitarstjóri fundi nú þegar með formönnum fjallskilanefnda og saman leggi þeir línurnar með þær girðingar sem skulu mæta forgangi svo að fé gangi ekki jafnharðan til byggða. Í framhaldi skipuleggja tímalínu fyrir sumarið í öðru viðhaldi. Einnig leggur nefndin áherslu á að þar sem að tíminn er naumur bjóði sveitarstjóri eigendum þeirra jarða sem eiga lönd að afréttinum að sinna viðhaldi fyrir sínu landi.

Samþykkt samhljóða.

2.Hlutverk landbúnaðarnefndar og fjallskilanefnda

2306001

Hlutverk landbúnaðarnefndar og fjallskilanefnda
Sveitarstjóri fór yfir verkaskiptingu milli fjallskilanefnda og landbúnaðarnefndar.

Landbúnaðarnefnd vill vísa því til byggðarráðs að fjallskilastjórar fái greitt fyrir þá fundi sem þeir eru kallaðir á.

3.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Anna Margrét Jónsdóttir lagði eftirfarandi fram til kynningar:
Fjallskildadeild Engihlíðarhrepps vill beina því til landbúnaðarnefndar að gera gangskör í girðingum afréttar Enghlíðinga. Eins og staðan er, er engin afréttargirðing fyrir afrétt Enghlíðinga, utan hrossheldrar girðingar við Kirkjuskarð. Sauðfé á því greiða leið úr afrétt niður í byggð. Stjórn fjallskiladeildar Engihlíðarhrepps hvetur landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn til að beita sér fyrir því að girt verði fyrir ofan þá bæi sem liggja að afrétt og einnig með Þverárfjallsvegi. Stjórn fjallskiladeildar Enghlíðinga er tilbúin í samtal við landbúnaðarnefnd og sveitarstjórn um tillögur að verkferlum og forgangsröðun hvað þetta vandamál varðar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar landbúnaðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?