4. fundur 16. janúar 2023 kl. 15:00 - 16:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Jón Árni Magnússon formaður
  • Halldór Skagfjörð Jónsson varaformaður
  • Þuríður Hermannsdóttir ritari
  • Sara Björk Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Guðlaugur Torfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson ritari
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Refa- og minnkaveiðar

2211018

Sveitarstjóri fer yfir þá samninga sem fyrir eru og hugmyndir að nýjum samningum og öðru sem við kemur erindinu.
Nefndin fór yfir tölur og kostnaðaliði yfir Refa- og minnkaveiði síðasta árs. Ákveðið var að skoða alla samninga. Hugmyndir að verð fyrir vetrarveiði hækki. Ákveðið að fara í átak varðandi minnkaveiði. Kalla þarf forsvarsmenn veiðifélaga á svæðinu til fundar. Yfirferð samninga og ákvarðanataka varðandi verð fyrir unnin dýr frestast til næsta fundar nefndarinnar.

2.Búfénaður í þéttbýli

2211020

Búfénaður í þéttbýli
Formaður kynnti drög að samþykktum um búfjárhald í þéttbýli Húnabyggðar. Umræður og skoðanir urðu um erindið. Endanlega útgáfa verði klár fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Húnaþing vestra - Erindi varðandi fjallskil

2301014

Erindi frá Húnaþingi vestra er varðar fjallskil
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?