8. fundur 07. apríl 2016 kl. 15:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Gauti Jónsson formaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir aðalmaður
  • Þórður Pálsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gauti Jónsson, formaður
Dagskrá

1.Lausaganga búfjár á Þjóðvegi 1

1604010

Nefndinni hefur borist erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þar sem þess er farið á leit við Blönduósbæ að lausaganga búfjár, á vegsvæði þjóðvegar 1, í sveitarfélaginu verði bönnuð. Landbúnaðarnefnd lýsir til tilbúna til að mæla með því, að því tilskyldu að Vegagerðin leggi til fjármuni vegna stofnkostnaðar og viðhalds veggirðinga með þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu. Skilyrt þarf jafnframt að vera að um verði að ræða netgirðingar til að tryggja að þær verði fjárheldar. Landbúnaðarnefnd óskar eftir aðkomu að samningum sveitarfélagsins við Vegagerðina, þegar þar að kemur.

2.Önnur mál

1506021

Landbúnaðarnefnd hvetur búfjáreigendur í sveitarfélaginu til að ganga betur um rúlluplast á sínum vegum.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?