Dagskrá
1.Ákvörðun um upprekstur
1506025
Rætt var um ástand gróðurs á afréttum sveitarfélagsins. Gróður er allur heldur seinna á ferðinni en undanfarin vor enda tíð verið köld. Ákveðið var að leyfa upprekstur hrossa frá og með 25. júní næstkomandi.
2.Gangnatími haustið 2015
1506026
Gauti sótti fund sl. mánudag með fjallskilastjórum í nærliggjandi sveitarfélögum. Á þeim fundi kom fram að Bólhlíðingar og Skagfirðingar ætla að smala fyrstu helgina í september. Í Skagabyggð er óákveðið enn með gangnatíma. Ljóst er að nefndin getur ekki tekið ákvörðun um gangnatíma fyrr en fyrir liggur niðurstaða hjá Skagabyggð þar sem afréttir liggja það náið og skilaréttin sameiginleg hjá þessum tveimur sveitarfélögum. Hins vegar verður að teljast mjög óheppilegt ef ekki næst að smala sömu helgi og Skagfirðingar og Bólhlíðingar.
3.Önnur mál
1506021
Ekkert tekið sérstaklega fyrir undir þessum lið.
Fundi slitið - kl. 12:30.