21. fundur 15. júní 2020 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Anna Margrét Jónsdóttir formaður
  • Rúnar Örn Guðmundsson aðalmaður
  • Þórarinn Bjarki Benediktsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jónsdóttir formaður
Dagskrá

1.Upprekstur hrossa á Laxárdal

2006021

Upprekstur hrossa á Laxárdal
Landbúnaðarnefnd leggur til að upprekstur hrossa á Láxárdal verði leyfður frá og með sunnudeginum 21. júní n.k. Óskað er eftir að það verði auglýst á heimasíðu Blönduósbæjar.

2.Fyrirkomulag gangna og rétta

2006022

Fyrirkomulag rétta og gangna fyrir árið 2020
Fegnir hafa borist af því að talsvert álag verði greitt á innlagt dilkakjöt fram til 11. september. Umræður hafa orðið í Skagafirði um að smala helgina 5.-6. september, sem er viku fyrr en fjallskilasamþykkt Austur-Húnavatnssýslu gerir ráð fyrir. Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar telur að jákvætt væri að flýta göngum frá því sem fjallskilasamþykktin gerir ráð fyrir, bæði til að bændur geti nýtt álag á sláturverði og til að göngur fari sem mest fram á sama tíma í báðum sýslum. Ræða þarf málið við fjallskilastjórn Skagabyggðar áður en ákvörðun verður tekin. Áréttað er þó að hvað sem fyrri göngum líður, verður stóðsmölun og stóðréttir skv. fjallskilasamþykkt, helgina 19.-20. september.

3.Refa- og minnkaveiði

2006023

Refa- og minnkaveiði í landi Blönduósbæjar
Samningur við Vigni Björnsson um refaveiði mun gilda áfram í ár.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?