Dagskrá
1.Ásgerður Pálsdóttir - vegna fjallskila og landgjalds
1907005
Landbúnaðarnefnd telur ekki ástæðu til að hreyfa við álagningu landgjalds á Geitaskarði. Ábúendur eru enda skv. skilagreiningu fjallskilareglugerðar A-Hún, fjallskilaskyldir aðilar. Heimilt er að leggja allt að einn þriðja hluta fjallskilakostnaðar á landverð jarða, að frádregnu verði ræktaðs lands og hlunninda. Blönduósbær hefur ekki nýtt sér þetta nema að litlu leyti. Tekjur af landgjaldi nema skv. fjárhagsáætlun fjallskilasjóðs í ár um 14% af heildartekjum hans. Landbúnaðarnefnd bendir jafnframt á að stærsti hluti Geitaskarðs er smalaður á kostnað fjallskilasjóðs.
2.Samningur um leigu vegna réttar í Hvammi
1908016
Landbúnaðarnefnd barst erindi frá Gauta Jónssyni í Hvammi með drögum að samningi um leigu fyrir land undir rétt, nátthaga og veg í Hvammi. Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir Gauta um leigu. Fjallskilastjóra falið að útfæra samning í samráði við forsvarsmenn sveitarfélagsins.
3.Göngur og réttir 2019
1908017
Lögð var fram fjárhagsáætlun og drög að gangnaseðli. Einingaverð verður 400 kr og dagsverkið 14.000 kr. Fjárhagsáætlun verður í viðhengi við fundargerð. Farið verður í þrennar göngur í Tröllabotna en tvennar á önnur svæði. Ákveðið var að halda opinn fund til umræðu um stóðsmölun á Laxárdal í haust.
Fundi slitið - kl. 17:30.