Dagskrá
1.Upprekstrarmál
1806006
Ákveðið var að leyfa upprekstur hrossa á Laxárdal, sunnudaginn 17. júní.
2.Réttarbygging
1806007
Rætt var um fyrirhugaða réttarbyggingu fyrir fram - Langadalsfjalls safn. Gauti er tilbúinn til að láta land undir réttina á skriðu norðan við Hvammsána. Vildi hann þá láta kanna hug annarra fjáreigenda á svæðinu áður en það yrði fast ákveðið. Anna Margrét tók að sér að kanna það.
3.Refa- og minkaveiði
1705038
Gerður hefur verið samningur við Vigni Björnsson um refaveiðar í sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 22:30.