19. fundur 06. maí 2020 kl. 15:30 - 16:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Lee Ann Maginnis formaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson ritari
Dagskrá

1.Verk- og tímaáætlun jafnréttisnefndar

1908014

Verk- og tímaáætlun jafnréttisáætlunar
Janfréttisáætlun sveitarfélagsins yfirfarin. Lee Ann Maginnis fór yfir verk- og tímaáætlun jafnréttisáætlunar. Ljóst er að tímaáætlunin hefur raskast umtalsvert vegna aðstæðna í samfélaginu.

Nefndin fór yfir og uppfærði tímasetningar í verk- og tímaáætlun jafnréttisáætlunar.

Jafnréttisnefnd óskar eftir því að sveitarstjóri taki saman upplýsingar um kynjahlutföll í störfum á vegum sveitarfélagsins í samræmi við jafnréttisáætlun.

Nefndin ræddi jafnframt stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem unnin verður í haust.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?