Dagskrá
Lee Ann Maginnis, formaður jafnréttisnefndar, óskaði eftir í byrjun fundar að bæta einu máli við á dagskrá, sem verður mál nr. 3
1.Verk- og tímaáætlun jafnréttisnefndar
1908014
Jafnréttisnefnd vann að verk- og tímaáætlun sem er fylgiskjal með jafnréttisáætlun. Jafnréttisáætlunin fer til birtingar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að senda jafnréttisáætlun Blönduósbæjar á sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn sveitarfélagsins til kynningar.
Sveitarstjóra falið að senda jafnréttisáætlun Blönduósbæjar á sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn sveitarfélagsins til kynningar.
2.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga
1908015
Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4-5. september 2019. eðal umfjöllunarefna verða jafnréttisáætlanir, jöfn meðferð, jafnlaunavottun, kynferðisleg og kynbundin áreitni, kynjasamþættin og staðalmyndir.
Jafnréttisnefnd hvetur forsvarsmenn sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn stofnanna til að sækja landsfundinn.
Jafnréttisnefnd hvetur forsvarsmenn sveitarfélagsins, sveitarstjórnarfulltrúa og forstöðumenn stofnanna til að sækja landsfundinn.
3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Jafnlaunavottun
1908009
Lagt fram til kynningar.
Jafnréttisnefnd leggur áherslu á að faglega sé staðið að jafnlaunavottuninni og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verði höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu.
Jafnréttisnefnd leggur áherslu á að faglega sé staðið að jafnlaunavottuninni og jafnréttisáætlun sveitarfélagsins verði höfð að leiðarljósi í þeirri vinnu.
Fundi slitið - kl. 18:00.