10. fundur 19. júlí 2018 kl. 17:20 - 18:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Lee Ann Maginnis formaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Birna Ágústsdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Kosningar

1807023

Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fram kom tillaga um Lee Ann Maginnis sem formann, Birnu Ágústsdóttur sem varaformann og Atla Einarsson sem ritara.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Valgarður Hilmarsson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

2.Jafnréttisáætlun 2018-2022

1807027

Jafnréttisnefnd hóf vinnu við gerð jafnréttisáætlunar Blönduósbæjar fyrir árin 2018-2022.

3.Varðandi erindisbréf fyrir jafnréttisnefnd Blönduósbæjæar

1502006

Erindisbréf fyrir jafnréttisnefnd lagt fram til kynningar.

Nefndin felur formanni að gera drög að þeim breytingum sem nefndin telur nauðsynlegar.

4.Jafnréttisstofa - skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

1807011

Nefndin fór yfir efni bréfsins og þær skyldur sem hvíla á sveitarfélögum hvað varðar jafnréttismál.

Í bréfinu kemur fram að næsti samráðsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verði haldinn í Mosfellsbæ 20. september nk.
Nefndin leggur til að Blönduósbær sendi fulltrúa sinn á fundinn.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?