Dagskrá
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, bauð fundarmenn velkomna til áttunda fundar í Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar
1.Íþróttamiðstöðin á Blönduósi
2305013
Aðsóknartölur 2023, opnunartími 2024 o.fl. Katrín Benediktsdóttir, mætir á fundinn undir þessum lið.
Katrín Benediktsdóttir,fór yfir aðsóknartölur í sundlaugina og íþróttamiðstöðina á árinu 2023. Umræður urðu um opnunartíma og stundatöflu í Íþróttamiðstöðinni. Pétur Arason fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2024 en m.a. er ráðgert að infrarauð sauna verði sett upp sem og að skipt verði um gólf í íþróttasalnum.
2.Skjólið - flutningur
2402033
Flutningur Skjólsins í nýtt húsnæði - Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íþrótta-, menningar- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar mætir á fundinn undir þessum lið.
Vísað er til 6. liðar á 55. fundi Byggðaráðs Húnabyggðar frá 22. febrúar 2024 þar
sem eftirfarandi var bókað:
Húsnæðismál sveitarfélagsins
Þar sem gengið hefur verið frá sölu Húnabyggðar á hæðinni að Hnjúkabyggð 33, þarf að finna skrifstofu sveitarfélagsins nýja staðsetningu til framtíðar. Byggðarráð leggur til að skrifstofa sveitarfélagins færist að Húnabraut 5, sem sveitarfélagið festi nýlega kaup á, þegar starfsemi Skjólsins lýkur í lok núverandi skólaárs. Starfsemi Skjólsins verði færð á efri hæð að Húnabraut 6 og opni þar í upphafi skólaárs 2024-2025. Flutningar þessir eru þó háðir þeim fyrirvara að gagngerar endurbætur verði gerðar á húsnæðinu að Húnabraut 6, sett
verður upp lyfta á milli hæða svo það verði gott aðgengi fyrir alla auk þess að innra byrði húsnæðisins verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.
Umræður urðu í nefndinni um endurbætur á húsnæðinu að Húnabraut 6. Nefndin vill ítreka að húsnæðið verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.
sem eftirfarandi var bókað:
Húsnæðismál sveitarfélagsins
Þar sem gengið hefur verið frá sölu Húnabyggðar á hæðinni að Hnjúkabyggð 33, þarf að finna skrifstofu sveitarfélagsins nýja staðsetningu til framtíðar. Byggðarráð leggur til að skrifstofa sveitarfélagins færist að Húnabraut 5, sem sveitarfélagið festi nýlega kaup á, þegar starfsemi Skjólsins lýkur í lok núverandi skólaárs. Starfsemi Skjólsins verði færð á efri hæð að Húnabraut 6 og opni þar í upphafi skólaárs 2024-2025. Flutningar þessir eru þó háðir þeim fyrirvara að gagngerar endurbætur verði gerðar á húsnæðinu að Húnabraut 6, sett
verður upp lyfta á milli hæða svo það verði gott aðgengi fyrir alla auk þess að innra byrði húsnæðisins verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.
Umræður urðu í nefndinni um endurbætur á húsnæðinu að Húnabraut 6. Nefndin vill ítreka að húsnæðið verði standsett með þeim hætti að hægt sé að bjóða ungmennum sveitarfélagsins upp á vistlegt og notalegt umhverfi.
3.Skjólið - starfið
2402034
Félagsmiðstöðin Skjólið - Mæting í dagopnun og almennar umræður.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, fór yfir mætingu í dagopnun á árinu 2023. Umræður urðu um það hvort 4. bekkur ætti að hafa aðgang að dagopnun Skjólsins og Skóladagheimilið verði bara fyrir 1.-3. bekk. Nefndin felur formanni að bjóða formanni fræðslunefndar á næsta fund nefndarinnar þar sem skörun dagopnunar Skjólsins
og Skóladagheimilisins verður rædd fyrir næsta skólaár.
og Skóladagheimilisins verður rædd fyrir næsta skólaár.
4.Blönduósvöllur
2402035
Fyrirkomulag Blönduósvallar sumarið 2024 - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, íþrótta-, menningar- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar mætir á fundinn undir þessum lið.
Umræður urðu um fyrirkomulag reksturs á Blönduósvelli sumarið 2024. Nefndin vill leggja áherslu á að vallarsvæðið verði vel hirt í sumar og að undirbúningur svæðisins fyrir sumarið hefjist í tíma.
5.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Arnrún Bára Finnsdóttir lagði fram tillögu um að sveitarfélagið myndi gefa starfsfólki sínu einn klukkutíma á viku í hreyfingu til að stuðla að heilsueflandi lífsstíl. Nefndin tekur undir þetta og hvetur sveitarstjórn til að taka umræðuna um þetta.
Fundi slitið - kl. 17:12.