7. fundur 04. desember 2023 kl. 15:00 - 16:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Sigfús Benediktsson varamaður
    Aðalmaður: Steinunn Hulda Magnúsdóttir
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Styrkumsóknir Húnabyggðar í lýðheilsusjóð

2311429

Kristín Ingibjörg, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnir innsendar umsóknir sveitarfélagsins í lýðheilsusjóð.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti innsendar umsóknir Húnabyggðar í lýðheilsusjóð. Um er að ræða eftirfarandi umsóknir:

Komið þið með - aukin íþróttaþátttaka barna af erlendum uppruna.

Hreystivöllur - Gjaldfrjáls æfingaaðstaða

Allir út að hjóla - Hönnun á hjólagarði

Virk efri ár í Húnabyggð - Markvisst átak í því að virkja eldri karlmenn í tómstunda- og íþróttastarf.

Heilsuinngrip með svefnbyltingarappinu - Fræðsla um mikilvægi svefns og kennsla í markmiðasetningu til að bæta svefn.

Tengjum kynslóðirnar með rathlaupum - Þjálfun og leiðsögn í rathlaupi.

Nefndin fagnar framtakinu og vonar að sem flestar þeirra nái framgangi.

2.Sameiginlegt skíðasvæði á Norðurlandi vestra

2311430

Sameiginlegt skíðasvæði á Norðurlandi vestra
Erindi frá Skíðadeild Umf. Tindastóls um stofnun sameiginlegs skíðasvæðis á Norðurlandi vestra. Umræður urðu um erindið. Pétri Arasyni, sveitarstjóra Húnabyggðar, falið að koma á fundi við forsvarsfólk verkefnisins.

3.Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar - Nafn Blönduósvallar

2311421

Erindi frá Björgvini Brynjólfssyni formanni meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar er varðar að framselja nafnarétt Blönduósvallar til styrktar starfi meistaraflokks.
Grímur Rúnar Lárusson vék af fundi undir þessum lið og tók Arnrún Bára Finnsdóttir við fundarstjórn.

Nefndin hafnar erindinu og felur íþróttafulltrúa og sveitarstjóra að svara erindinu.

4.Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2024

2310004

Áherslur íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar fyrir fjárhagsáætlunargerð 2024.
Umræður sköpuðust um þennan lið á fundinum. Formaður upplýsti nefndina um að áherslum íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar frá síðasta fundi hefði verið komið á framfæri við Byggðarráð við gerð fjárhagsáætlunar 2024.

5.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Nefndarmenn óska eftir framkvæmdaáætlun vegna gufu í íþróttamiðstöðinni fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?