4. fundur 30. janúar 2023 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Ólafur Sigfús Benediktsson varamaður
    Aðalmaður: Arnrún Bára Finnsdóttir
  • Steinunn Hulda Magnúsdóttir aðalmaður
  • Jenný Lind Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Kamila Czyzynska
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
  • Magnús Sigurjónsson
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, bauð fundarmenn velkomna til fjórða fundar í Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd.

1.Félagsmiðstöðin Skjólið - veturinn 2022 - 2023

2209019

Frístundaopnun Skjólsins
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar fór yfir veturinn í félagsmiðstöðinni Skjólinu. Umræður urðu um opnunartíma og mætingu í Skjólið, þá sérstaklega mætingu í dagopnun. Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

2.Frístundastarf sumarsins í Húnabyggð

2301021

Frístundastarf sumarsins í Húnabyggð
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti fyrstu drög að frístundastarfi sumarsins í Húnabyggð. Umræður urðu um reglur um akstur foreldra/forráðamanna vegna þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi barna fjarri heimili.

3.Húnabyggð - Skipan Ungmennaráðs Húnabyggðar

2301008

Tilnefningar í Ungmennaráð Húnabyggðar
Fyrir fundinum lágu tillögur um skipan í Ungmennaráð frá sveitarstjórn Húnabyggðar, USAH, nemendaráði Húnaskóla og nemendafélagi FNV.

Formaður nefndarinnar lagði fram eftirfarandi tillögu um skipan Ungmennaráðs frá 1. október 2022 til eins árs:
Aðalmenn:
Una Ósk Guðmundsdóttir
Haraldur Holti Líndal
Eyjólfur Þorgilsson
Gunnar Bogi Hilmarsson
Rannveig Gréta Guðmundsdóttir

Varamenn:
Pálmi Ragnarsson
Aðalheiður Ingvarsdóttir
Arnór Ágúst Sindrason
Sigurjón Bjarni Guðmundsson
Þröstur Einarsson

Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

4.Erindisbréf íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar

2209024

Kynning á samþykktu erindisbréfi Húnabyggðar
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti erindisbréf nefndarinnar sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 27. desember 2022. Erindisbréf nefndarinnar verður gert aðgengilegt á heimasíðu sveitarfélagsins.

5.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Steinunn Hulda Magnúsdóttir greindi frá fyrirspurn sinni til sveitarstjórnar er varðar hlutverk nefndarinnar með hliðsjón af þeim fjármunum sem veitt er til íþróttamannvirkja og svæða á fjárhagsáætlun 2023. Formaður greindi frá því að 4 milljónir króna yrðu lagðar í verkefni á árinu 2023 og mun nefndin ásamt sveitarstjóra taka ákvörðun um framvindu þessara verkefna á komandi vikum.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?