1. fundur 06. júlí 2022 kl. 15:00 - 16:21 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Steinunn Hulda Magnúsdóttir
  • Kamila Czyzynska aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar K. Jónsson sveitarstjóri
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri
Dagskrá
Einar Kristján, bauð fundarmenn velkomna til fyrsta fundar í Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara nefndarinnar

2207001

Einar Kristján bar upp tillögu um að Grímur Rúnar Lárusson, yrði formaður Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar, var óskað eftir öðrum tillögum.
Grímur Rúnar Lárusson hlaut 5 atkvæði og er því Grímur Rúnar réttkjörinn formaður Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar til fjögurra ára.
Grímur Rúnar Lárusson tók við stjórn fundarins.
Grímur Rúnar Lárusson bar upp tillögu um að Steinunn Hulda Magnúsdóttir, yrði varaformaður Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar, var óskað eftir öðrum tillögum.
Steinunn Hulda, hlaut 5 atkvæði, og er því Steinunn Hulda Magnúsdóttir, rétt kjörinn varaformaður Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar Húnabyggðar til fjögurra ára.
Grímur Rúnar Lárusson bar upp tillögu um að Arnrún Bára Finnsdóttir, yrði ritari Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar, var óskað eftir öðrum tillögum.
Arnrún Bára, hlaut 5 atkvæði og er því rétt kjörinn ritari Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar til fjögurra ára.


2.Heilsueflandi samfélag

2207003

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar- íþrótta og tómstundarfulltrúi fór yfir þá vinnu sem unnin hefur verið í sveitarfélaginu vegna þessa málaflokks.
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd, leggur til að samningur Blönduósbæjar við Landlæknisembættið um Heilsueflandi samfélag gildi fyrir nýtt sameinað sveitarfélag Húnabyggðar. Er málinu vísað til sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

3.Félagsmiðstöð - Húsnæðismál o.fl.

2207004

Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, Menningar- íþrótta og tómstundarfulltrúi, greindi frá þeirri stöðu sem upp er komin vegna húsnæðismála félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins skólaárið 2022-2023. Jafnframt fóru fram umræður um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar í Húnabyggð skólaárið 2022-2023.
Nefndarmenn ræddu framtíðarsýn á fyrirkomulagi félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins og frístundaakstri. Nefndin leggur áherslu á að öll börn hafi jafnan grundvöll til að stunda tómstunda- og íþróttastarf og beinir því til skólastjórnenda að tekið verði tillit til frístunda- og íþróttaaksturs við skipulagningu skólastarfsins.
Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd, samþykkir samhljóða að óska eftir því við sveitarstjórn Húnabyggðar að gengið verði frá samkomulagi vegna nýtingar á Húnabraut 5, Blönduósi, fyrir félagsmiðstöð skólaárið 2022-2023.
Kristín Ingibjörg, fór í gegnum opnunartíma félagsmiðstöðvar og starfsmannamál hennar.
Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að opnunartími félagsmiðstöðvarinnar Skjólsins verði aukinn og verði frá hádegi. Nefndin óskar jafnframt eftir því að tillit verði tekið til þessara óska við gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022.

4.Hlutverk íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefndar

2207005

Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd fór yfir gildandi erindisbréf og gildandi siðareglur sveitarfélagsins. Nefndin felur sveitarstjóra að yfirfara og gera viðeigandi breytingar á erindisbréfi upp á samræmingu við aðrar nefndir.
Nefndin fór yfir samþykktir Ungmennaráðs Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og felur sveitarstjóra að samþætta þær fyrir nýtt sveitarfélag.

5.Krílasport

2207007

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að bjóða leikskólabörnum upp á opinn tíma í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi á laugardagsmorgnum í sumar, þeim að kostnaðarlausu.
Nefndin leggur áherslu á að Krílasport verði haldið áfram næsta vetur til þess að efla hreyfingu og heilbrigði leikskólabarna í sveitarfélaginu.

6.Fundartími nefndar

2207006

Nefndin stefnir á að funda að jafnaði annan hvern mánuð eða eftir þörfum.

7.Önnur mál

2206034

Fundi slitið - kl. 16:21.

Getum við bætt efni þessarar síðu?