16. fundur 26. ágúst 2024 kl. 15:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir formaður
  • Erla Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Sigurjónsson
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Anna Margret Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri
  • Lára Dagný Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Elín Ósk Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Erla Jónsdóttir, fulltrúi heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar sat fundinn.

1.Áhrif sameiningar sveitarfélaga á skólastarf í leik- og grunnskóla

2408016

Áhrif sameiningar sveitarfélaga á skólastarf í leik- og grunnskóla
Erla Jónsdóttir, fulltrúi heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar, fór yfir tilhögun fræðslumála hjá fyrrum Skagabyggð.

Leikskólanemendur eru 4 og sækja allir skólavist á Skagaströnd. Nemendur á grunnskólaaldri eru 10, en 4 þeirra sækja nám í Húnaskóla og 6 í Höfðaskóla.

Nokkrar umræður urðu um fyrirkomlag skólastarfs eftir sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar.

Fræðslunefnd mun vinna náið með heimastjórn fyrrum Skagabyggðar að fræðslumálum.

2.Reglur og fyrirkomulag skólaaksturs

2408017

Reglur og fyrirkomulag skólaaksturs
Umræður urðu um fyrirkomulag skólaaksturs og gildandi akstursreglur.

Þórhalla Guðbjartsdóttir bar upp tillögu um að fræðslunefnd myndi skipa 3 fulltrúa í vinnuhóp sem taki að sér endurskoðun og samræmingu regla um skólaakstur.

Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða og skipar Magnús Sigurjónsson, Ásdísi Ýr Arnardóttur og Þórhöllu Guðbjartsdóttur.

3.Fréttir af starfi Húnaskóla

2408019

Munnleg skýrsla skólastjóra
Þórhalla Guðbjartsdóttir fór yfir stöðu skólastarfs í upphafi skólaárs.

Nemendur í Húnaskóla eru 183 og fjölgar lítillega á milli ára.

Starfsfólk er tæplega 40 líkt og síðasta vetur.

Nokkrar framkvæmdir voru unnar á húsnæði grunnskólans í sumar og er þeim að ljúka. Má þar nefna endurnýjun glugga í nýja-skóla og endurbætur á kaffistofu. Á næstu vikum hefjast framkvæmdir við veg að list- og verkgreinaálmu til að bæta umferðaröryggi á skólalóð og jafnframt verður unnið að bættum aðgengismálum á skólasvæðinu.

í vetur hefst undirbúningur á innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi skóli og vinna við skólastefnu er í fullum gangi.

Áformað er aukið samstarf við foreldrafélag grunnskólans í vetur.

Pétur Arason vék af fundi kl. 15:58.

4.Fréttir af starfi Leikskóla Húnabyggðar

2408020

Munnleg skýrsla leikskólastjóra
Sigríður B. Aadnegard fór yfir stöðu leikskólamála í upphafi skólaárs.

Leikskólinn opnaði aftur eftir sumarlokun 8. ágúst.

Nemendur eru 70 og starfsfólk 20.

Nokkrar endurbætur voru unnar í, og við leikskólann í sumar, gengið var frá hellum og aðkomu að starfsstöð leikskólans við Hólabraut. Framundan eru frekari framkvæmdir við báðar starfsstöðvar, uppsetning vagnageymslu við starfsstöð Vallabóls og endurnýjun hluta girðingar við Hólabraut.

Ágætlega hefur gengið að manna leikskólann og lítur út fyrir að leikskólinn verði fullmannaður í byrjun október.

Verið er að flytja börn á milli deilda og aðlögun nýrra nemenda hefst í byrjun september og verða öll börn innrituð sem hafa náð tilskyldum aldri og sótt hefur verið um fyrir.

Nú er í gangi foreldrakönnun um einkunnarorð leikskólans, en niðurstaða úr henni mun liggja fyrir í byrjun september.

Innleiðing á verkefninu Heilsueflandi skóli hefst á haustmánuðum og verið er að endurvekja Vináttu-verkefni Barnaheilla sem hefur legið niðri um tíma.

Unnið er að undirbúningi byggingar viðbótarhúsnæðis fyrir leikskóla Húnabyggðar eftir útboð í sumar.

5.Sumarlokun Leikskóla Húnabyggðar

2408018

Umfjöllun um framtíðarfyrirkomulag sumarlokunar Leikskóla Húnabyggðar
Pétur Arason sat fundinn við umræður þessa liðar.

Miklar umræður urðu um framtíðarfyrirkomulag sumarlokunar leikskóla Húnabyggðar.

Fræðslunefnd felur leikskólastjóra í samráði við foreldrafélag leikskólans að leggja könnun fyrir foreldra nemenda um fyrirkomulag sumarlokana.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?