Dagskrá
1.Erindisbréf fræðslunefndar Húnabyggðar
2210039
Erindibréf Fræðslunefndar lagt fram til undirritunar
Lagt fram til undirritunar
2.Húnaskóli - Daglegt starf
2302026
Helstu tíðind úr starfi Húnaskóla
Þórhalla skólastjóri fór yfir nokkur atriði skólastarfsins. Nú séu yfirstandi árhátíðardagar hjá unglingadeild og mikið um uppbrot.Árshátíðin sjálf verður svo 29. febrúar.
Vinna við skólastefnu stendur yfir, hún byggist á Aðalnámskrá og skólastefnu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið vinnur að stefnumótun og í framhaldi verður haldið skólaþing þar sem haldið verður áfram með framtíðarsýn og gildin og byrjað að móta skólastefnu Húnaskóla.
Árið 2023 sóttu skólastjórnendur um styrki úr Sprotasjóði og fékkst ágæt upphæð til starfsþróunar fyrir starfsfólk. Áhersla var lögð á samskipti, góðan bekkjaranda og læsi eins og skólastjóri hefur áður sagt að séu helstu áhersluatriði í nýstofnuðum Húnaskóla.
Kennarar hafa sótt námskeið um bekkjarfundi sem miða að vinnu við betri samskipti og bekkjaranda. Þá hafa þeir einnig sótt námskeið um byrjendalæsi og Orð af orði.
Lestrarömmu og -afa verkefnið hefur verið í allan vetur.
Vinna við skóladagatal næsta árs er hafið.
Skólaakstur gengur vel en skólastjóri og sveitarstjóri munu funda í vikunni með fulltrúa Vegagerðarinnar vegna snjómokstur.
Skólamaturinn gengur vel og eru langflestir nemendur skráðir í mat.
Þórhalla fór að lokum yfir framkvæmdir í og við skólann.
Vinna við skólastefnu stendur yfir, hún byggist á Aðalnámskrá og skólastefnu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið vinnur að stefnumótun og í framhaldi verður haldið skólaþing þar sem haldið verður áfram með framtíðarsýn og gildin og byrjað að móta skólastefnu Húnaskóla.
Árið 2023 sóttu skólastjórnendur um styrki úr Sprotasjóði og fékkst ágæt upphæð til starfsþróunar fyrir starfsfólk. Áhersla var lögð á samskipti, góðan bekkjaranda og læsi eins og skólastjóri hefur áður sagt að séu helstu áhersluatriði í nýstofnuðum Húnaskóla.
Kennarar hafa sótt námskeið um bekkjarfundi sem miða að vinnu við betri samskipti og bekkjaranda. Þá hafa þeir einnig sótt námskeið um byrjendalæsi og Orð af orði.
Lestrarömmu og -afa verkefnið hefur verið í allan vetur.
Vinna við skóladagatal næsta árs er hafið.
Skólaakstur gengur vel en skólastjóri og sveitarstjóri munu funda í vikunni með fulltrúa Vegagerðarinnar vegna snjómokstur.
Skólamaturinn gengur vel og eru langflestir nemendur skráðir í mat.
Þórhalla fór að lokum yfir framkvæmdir í og við skólann.
3.Starfsmannamál
2207026
Staða starfsmannamála í Húnaskóla og horfur fyrir næsta skólaár
Í skólanum nú eru 182 nemendur. Þórhalla fór yfir þau stöðugildi sem nú eru í skólanum og hvaða þörf er á kennurum og starfsfólki í haust.
Nú þegar er ljóst að auglýsa þarf nokkur störf fyrir næsta skólaár. Fræðslunefnd beinir því til skólastjórnenda að auglýsa þau störf sem allra fyrst. Ef frekari breytingar verða á starfsmannahópi skal auglýsa það um leið og hægt er.
Nú þegar er ljóst að auglýsa þarf nokkur störf fyrir næsta skólaár. Fræðslunefnd beinir því til skólastjórnenda að auglýsa þau störf sem allra fyrst. Ef frekari breytingar verða á starfsmannahópi skal auglýsa það um leið og hægt er.
4.Foreldrafélag Húnaskóla - Erindi
2303038
Fyrirspurn frá Foreldrafélagi Húnaskóla er varðar öryggi og akstur á skólalóðinni og aðkoma fyrir fatlaða.
Erindinu frestað til næsta fundar nenfdarinnar
5.Vinnuskólinn 2024
2402032
Vinnuskólinn 2024
Pétur sveitarstjóri fór yfir málefni Vinnuskólans. Húnabyggð og Landsvirkjun ætla að vera í samstarfi varðandi elsta hópinn. Umræður urðu um Vinnuskólann og nemendur hans. Einnig rætt um áframhaldandi samstarf við leikskólann. Sveitartjóri mun vinna áfram að málinu.
Fulltrúar grunnskólans véku af fundi 16:23
Fulltrúar grunnskólans véku af fundi 16:23
6.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Helstu tíðindi úr starfi Leikskóla Húnabyggðar
Sigríður leikskólastjóri fór yfir nokkur mál er varða leikskólann:
Flutningur yngstu deildar í húsnæði við Félagsheimilið á Blönduósi fór fram í nóvember. Deildin heitir Vallaból en við tilkomu deildarinnar lokaði Vallaból á Húnavöllum og tókst flutningurinn vel. Nemendafjöldi á Vallabóli er 10.
Viðhald og endurbætur innan sem utandyra á starfstöðvum.
Niðurstöður foreldrakönnunar er að vænta í apríl og verður hún kynnt starfsfólki, fulltrúum foreldra og Fræðslunefnd. Í kjölfarið verður unnin áætlun um hvernig og hvenær á að laga og bæta það sem þarf.
Stofnað hefur verið teymi innan leikskólans til að endurvekja verkefnið Vinátta, verkefnið hefur það að markmiði að þjálfa félagsfærni, samskipti og stuðlar að góðum skólabrag.
Stafsfólk hafa hlotið kynningu á farasældarlögum og er Jenný Lind Gunnarsdóttir tengiliður farsældar í leikskólanum. (farsaeldbarna.is)
Í vinnslu nú er endurskoðun á áætlunum, námskrá og handbókum.
Að lokum undir þessum lið fór Sigríður yfir náms- og kynnisferð starfsfólks skólanna til Finnlands sem farin var í nóvember sl.
Flutningur yngstu deildar í húsnæði við Félagsheimilið á Blönduósi fór fram í nóvember. Deildin heitir Vallaból en við tilkomu deildarinnar lokaði Vallaból á Húnavöllum og tókst flutningurinn vel. Nemendafjöldi á Vallabóli er 10.
Viðhald og endurbætur innan sem utandyra á starfstöðvum.
Niðurstöður foreldrakönnunar er að vænta í apríl og verður hún kynnt starfsfólki, fulltrúum foreldra og Fræðslunefnd. Í kjölfarið verður unnin áætlun um hvernig og hvenær á að laga og bæta það sem þarf.
Stofnað hefur verið teymi innan leikskólans til að endurvekja verkefnið Vinátta, verkefnið hefur það að markmiði að þjálfa félagsfærni, samskipti og stuðlar að góðum skólabrag.
Stafsfólk hafa hlotið kynningu á farasældarlögum og er Jenný Lind Gunnarsdóttir tengiliður farsældar í leikskólanum. (farsaeldbarna.is)
Í vinnslu nú er endurskoðun á áætlunum, námskrá og handbókum.
Að lokum undir þessum lið fór Sigríður yfir náms- og kynnisferð starfsfólks skólanna til Finnlands sem farin var í nóvember sl.
7.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Umbótaáætlun Leikskóla Húnabyggðar - samskipti við Menntamálastofnun
Lagt fram til kynningar
8.Starfsmannamál
2207026
Staða starfsmannamála í Leikskóla Húnabyggðar og horfur fyrir næsta skólaár
Í skólanum nú eru 80 nemendur. Sigríður fór yfir þau stöðugildi sem nú eru í skólanum.
Nú þegar er ljóst að auglýsa þarf nokkur störf fyrir næsta skólaár til að uppfylla viðmið reglugerðar um menntunarstig. Fræðslunefnd beinir því til skólastjórnenda að auglýsa þau störf sem allra fyrst. Ef frekari breytingar verða á starfsmannahópi skal auglýsa það um leið og hægt er.
Nú þegar er ljóst að auglýsa þarf nokkur störf fyrir næsta skólaár til að uppfylla viðmið reglugerðar um menntunarstig. Fræðslunefnd beinir því til skólastjórnenda að auglýsa þau störf sem allra fyrst. Ef frekari breytingar verða á starfsmannahópi skal auglýsa það um leið og hægt er.
9.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Farið yfir stöðu á undirbúningi byggingar nýs húsnæðis fyrir Leikskóla Húnabyggðar
Farið var yfir stöðu mála á undirbúningi byggingar nýs 685 fm. leikskóla sem staðsettur yrði norðan við Barnabæ. Kynnt var breyting á deiliskipulagi og teikningu í vinnslu af nýjum leikskóla. Núverandi húsnæði Barnabæjar verði áfram nýtt fyrir elstu árgangana (3 deildir) og breytingar gerðar á því í samræmi við breytt skipulag m.a verður eldhúsi breytt í listasmiðju og starfsmannaaðstaða nýtist fyrir þá starfsmenn sem vinna í húsinu. Í nýbyggingunni verða yngri árgangar (4 deildir) ásamt móttökueldhúsi og matsal sem nýtist leikskólanum í heild ásamt starfsmannarými. Skólalóð verði breytt í tengslum við nýbygginguna og gert er ráð fyrir ungbarnaleiksvæði. Gert er ráð fyrir stækkunarmöguleika við nýju bygginguna. Unnið er að gerð útboðsgagna verkefnisins en endanlega ákvörðun um framkvæmd verkefnisins bíður meðferðar sveitarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 17:35.