12. fundur
05. september 2023 kl. 14:00 - 14:35
í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
- Elín Aradóttir formaður
- Magnús Sigurjónsson ritari
- Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
- Atli Einarsson aðalmaður
- Renate Janine Kemnitz aðalmaður
-
Jenný Lind Gunnarsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Aðalmaður: Anna Margrét Arnardóttir
Starfsmenn
- Lára Dagný Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
- Ragnheiður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
- Sigríður Aadnegard leikskólastjóri
Fundargerð ritaði:
Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
1.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Staða leikskólamála
Fundi slitið - kl. 14:35.
Þar sem forsendur fyrir því að halda starfsstöð leikskólans á Vallabóli opinni hafa breyst og fyrirséð er að aðeins þrír til fjórir nemendur muni dvelja þar þetta skólaár, legg ég til að starfsstöðin verði lögð niður. Til að hægt verði að taka við þessum nemendum á Barnabæ og jafnframt að taka inn þá nemendur sem eru á biðlista þarf aukið húsrými. Leikskólanum stendur til boða að nýta húsnæði við Félagsheimilið en skólinn hefur áður nýtt sér það. Húsnæðið þarfnast viðhalds svo hægt sé að nýta það sem skólahúsnæði. Ég legg til að það verði gert og þar verði staðsett ungbarnadeild með því móti ættum við að geta tekið á móti þeim börnum sem eru á biðlista. Stefnt yrði að því að hægt væri að opna deildina um miðjan október.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd beinir því til sveitarstjórnar að nauðsynlegum framkvæmdum verði lokið sem fyrst.