11. fundur 09. ágúst 2023 kl. 15:00 - 16:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir formaður
  • Erla Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Sigurjónsson
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varaformaður
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Sigríður Aadnegard leikskólastjóri
  • Heiðbrá Hrund Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Ásdís Adda Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Skóladagatal Grunnskóla Húnabyggðar 2022-2023

2207033

Skóladagatal Húnaskóla 2023-2024
Þórhalla Guðbjartsdóttir lagði fram breytingatillögu að skóladagatali Húnaskóla 2023-2024, en skóladagatal hafði áður verið staðfest af fræðslunefnd 23. maí 2023.
Um er að ræða óverulega breytingu á skóladagatali vegna tilfærslu starfsdaga í grunnskóla vegna sameiginlegra skipulagsdaga alls starfsfólks sveitarfélagsins við stefnumótunarvinnu.
Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

2.Mötuneytisþjónusta grunn- og leikskóla 2023-2024

2302025

Fyrirkomulag mötuneytisþjónustu í Húnaskóla
Formaður fór yfir hugmyndir að fyrirkomulagi áskrifta mötuneytisþjónustu í Húnaskóla fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslunefnd leggur til að boðið verði upp á morgunverð fyrir nemendur og starfsfólk án endurgjalds líkt og síðasta skólaár. Boðið verði upp á tvær áskriftarleiðir fyrir hádegisverð, þ.e. mánaðaráskrift alla daga vikunnar eða skráningu í eina önn alla daga vikunnar. Einnig verði í boði síðdegishressing, þar sem nemendur geti valið ákveðna vikudaga í áskrift mánuð í senn. Þar sem sveitarfélagið er nú að hefja mötuneytisrekstur á eigin vegum er lagt til að fyrirkomulag mötuneytisþjónustu verði skoðuð eftir reynslu fyrstu mánuðina, eða fyrir gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins 2024

3.Skóladagatal leikskóla Húnabyggðar 2022-2023 - Breyting

2303040

Skóladagatal leikskóla Húnabyggðar 2023-2024
Sigríður Aadnegard lagði fram breytingatillögu að skóladagatali Leikskóla Húnabyggðar 2023-2024, en skóladagatal hafði áður verið staðfest af fræðslunefnd 23. maí 2023.
Breytingatillagan felur í sér fjölgun starfsdaga á leikskóla um 1,5 daga. Heildarfjöldi skipulagsdaga verður þannig 8,5 í stað 5 líkt og hefur verið undanfarin ár. Breytingin er annarsvegar tilkomin vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks og hins vegar vegna sameiginlegra skipulagsdaga alls starfsfólks sveitarfélagsins við stefnumótunarvinnu. Fræðslunefnd vill koma á framfæri að hvorug þessara breytinga er varanleg, þar sem hvorki er reiknað með að stefnumótun sveitarfélagsins né náms- og kynnisferðir starfsfólks verði árvissar.

Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkvæðum samhljóða.

4.Skipulag húsnæðismála Leikskóla Húnabyggðar skólaárið 2023-2024

2308018

Skipulag húsnæðismála Leikskóla Húnabyggðar skólaárið 2023-2024
Leikskólinn opnar eftir sumarfrí 10. ágúst. Fyrirhugað var að elsti árgangur leikskólans og hluti af næst elsta árgangi skólans yrðu á sama stað og síðastliðið skólaár, þ.e. í kennslustofum í íþróttamiðstöðinni. Því miður hefur ekki verið lokið við þær framkvæmdir sem nauðsynlegar voru vegna aðgengismála svo að hópurinn geti verið á þessum stað. Til að bregðast við þessum aðstæðum hefur leikskólinn fengið aðstöðu á jarðhæð í elsta hluta grunnskólans (Gamla skóla) og mun hópurinn vera þar næsta skólaár.
Margir kostir eru við þessa lausn, t.d. þurfa nemendur ekki úr húsi til að fara í mötuneytið, leikvöllurinn er nær og einfaldara er að nýta verkgreinastofur þegar þær eru lausar.

Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til skólastjórnenda grunn- og leikskóla fyrir að bregðast hratt og vel við þessum breyttu aðstæðum í húsnæðismálum.

Sigríður B. Aadnegard fór yfir þær endurbætur sem hafa verið unnar á leikskólanum Barnabæ í sumar. Áformuðum framkvæmdum sumarsins er að ljúka og búið er að koma í veg fyrir frekari rakaskemmdir á húsnæðinu og gera við þær skemmdir sem voru á húsnæðinu. Þó er ljóst að loftræsting leikskólans þarfnast lagfæringa eða endurnýjunar. Fræðslunefnd beinir því til byggðaráðs vegna komandi fjárhagsáætlunarvinnu.

5.Viðhaldsverkefni á lóð og aðgengismál við Leikskóla Húnabyggðar (Barnabær)

2308019

Viðhaldsverkefni á lóð og aðgengismál við Leikskóla Húnabyggðar (Barnabær)
Sigríður B Aadnegard fór yfir nokkur viðhalds- og aðgengistengd mál á lóð og bílastæði leikskólans sem þarfnast lagfæringar hið fyrsta af öryggisástæðum. Fræðslunefnd beinir því til byggðaráðs að leysa þessi mál í samráði við skólastjórnanda.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?